Ólympíumeistarinn Justin Gatlin ætlar að áfrýja fjögurra ára keppnisbanninu sem hann var dæmdur í á dögunum. Spretthlauparinn segist hafa verið rændur ferlinum.
"Ég veit í hjarta mínu að ég hef ekki gert neitt af mér," sagði Gatlin, sem tvisvar hefur fallið á lyfjaprófi. "Ég hef verið rændur - rændur tækifæri til að ljúka ferlinum," sagði Gatlin í samtali við Washington Post.