Varnir gegn fíflum Þráinn Bertelsson skrifar 7. janúar 2008 07:00 Lýðræði er versta aðferðin til að stjórna löndum, fyrir utan allar aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið gegnum tíðina," sagði Winston Churchill í ræðu í breska þinginu 11. nóvember 1947. Churchill hafði ástæðu til þess að vera pirraður á lýðræðinu, því að ekki hafði fyrr unnist sigur á Þjóðverjum í stríðinu en Bretar settu hann af sem forsætisráðherra í júlí 1945. Sá sem tók við hét Clement Attlee - sem Churchill gat ekki stillt sig um að segja að væri „sauður í sauðargæru". REYNDAR átti Churchill eftir að sannfærast enn betur um að lýðræði væri illskásta stjórnarfyrirkomulag í sögu mannkyns þegar þingkosningar skiluðu honum aftur í forsætisráðuneytið í október 1951. Þá var Winston orðinn 77 ára og hafði því miður aldrei fengið áhuga á tólf spora kerfinu. ÍSLENDINGAR eru óvanir lýðræði. Fyrstu aldirnar eftir landnám var ríkinu stjórnað af harðsnúnum handrukkurum með vopnavaldi og frumstæðum lagaklækjum. Þegar þjóðin gafst loks upp á því að hjálpa þessum svolum að koma hver öðrum fyrir pólitískt kattarnef í brennum eða bardögum tók Noregskonungur við stjórninni og lét verða sitt fyrsta verk að gera grimmasta fjöldamorðingjann að einræðisjarli yfir landinu. Á SÍÐUSTU ÖLD var farið að gera varkárar tilraunir með lýðræði á Íslandi. Framan af í ör smáum skömmtum svo að sveitarlimir og kvenfólk færu ekki að blanda sér í þjóðmálin. Í nokkra áratugi höfum við svo prófað lýðræði með þátttöku kvenna og launafólks. Enn sem komið er þykir þó ekki tímabært að leyfa lýðnum að skipta sér af lýðræðinu nema á fjögurra ára fresti með því að krota X á kjörseðil. Góðir lögfræðingar hafa nú áhyggjur af því að lýðurinn misbjóði lýðræðinu og vilja setja reglur til að koma í veg fyrir að algjör fífl bjóði sig fram til forsetaembættis. Eina örugga leiðin er auðvitað sú að afnema forsetakosningar. REYNSLAN SÝNIR að talsvert meiri líkur eru á því að undirmálsfólk troði sér inn á Alþingi en Bessastaði í skjóli lýðræðis og því vissara að leggja þingkosningar niður í leiðinni. Ráðherrar eru hins vegar ekki kosnir af lýðnum svo að ekki þarf að óttast undarlegar plöntur í þeim rósagarði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Lýðræði er versta aðferðin til að stjórna löndum, fyrir utan allar aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið gegnum tíðina," sagði Winston Churchill í ræðu í breska þinginu 11. nóvember 1947. Churchill hafði ástæðu til þess að vera pirraður á lýðræðinu, því að ekki hafði fyrr unnist sigur á Þjóðverjum í stríðinu en Bretar settu hann af sem forsætisráðherra í júlí 1945. Sá sem tók við hét Clement Attlee - sem Churchill gat ekki stillt sig um að segja að væri „sauður í sauðargæru". REYNDAR átti Churchill eftir að sannfærast enn betur um að lýðræði væri illskásta stjórnarfyrirkomulag í sögu mannkyns þegar þingkosningar skiluðu honum aftur í forsætisráðuneytið í október 1951. Þá var Winston orðinn 77 ára og hafði því miður aldrei fengið áhuga á tólf spora kerfinu. ÍSLENDINGAR eru óvanir lýðræði. Fyrstu aldirnar eftir landnám var ríkinu stjórnað af harðsnúnum handrukkurum með vopnavaldi og frumstæðum lagaklækjum. Þegar þjóðin gafst loks upp á því að hjálpa þessum svolum að koma hver öðrum fyrir pólitískt kattarnef í brennum eða bardögum tók Noregskonungur við stjórninni og lét verða sitt fyrsta verk að gera grimmasta fjöldamorðingjann að einræðisjarli yfir landinu. Á SÍÐUSTU ÖLD var farið að gera varkárar tilraunir með lýðræði á Íslandi. Framan af í ör smáum skömmtum svo að sveitarlimir og kvenfólk færu ekki að blanda sér í þjóðmálin. Í nokkra áratugi höfum við svo prófað lýðræði með þátttöku kvenna og launafólks. Enn sem komið er þykir þó ekki tímabært að leyfa lýðnum að skipta sér af lýðræðinu nema á fjögurra ára fresti með því að krota X á kjörseðil. Góðir lögfræðingar hafa nú áhyggjur af því að lýðurinn misbjóði lýðræðinu og vilja setja reglur til að koma í veg fyrir að algjör fífl bjóði sig fram til forsetaembættis. Eina örugga leiðin er auðvitað sú að afnema forsetakosningar. REYNSLAN SÝNIR að talsvert meiri líkur eru á því að undirmálsfólk troði sér inn á Alþingi en Bessastaði í skjóli lýðræðis og því vissara að leggja þingkosningar niður í leiðinni. Ráðherrar eru hins vegar ekki kosnir af lýðnum svo að ekki þarf að óttast undarlegar plöntur í þeim rósagarði.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun