Varnir gegn fíflum Þráinn Bertelsson skrifar 7. janúar 2008 07:00 Lýðræði er versta aðferðin til að stjórna löndum, fyrir utan allar aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið gegnum tíðina," sagði Winston Churchill í ræðu í breska þinginu 11. nóvember 1947. Churchill hafði ástæðu til þess að vera pirraður á lýðræðinu, því að ekki hafði fyrr unnist sigur á Þjóðverjum í stríðinu en Bretar settu hann af sem forsætisráðherra í júlí 1945. Sá sem tók við hét Clement Attlee - sem Churchill gat ekki stillt sig um að segja að væri „sauður í sauðargæru". REYNDAR átti Churchill eftir að sannfærast enn betur um að lýðræði væri illskásta stjórnarfyrirkomulag í sögu mannkyns þegar þingkosningar skiluðu honum aftur í forsætisráðuneytið í október 1951. Þá var Winston orðinn 77 ára og hafði því miður aldrei fengið áhuga á tólf spora kerfinu. ÍSLENDINGAR eru óvanir lýðræði. Fyrstu aldirnar eftir landnám var ríkinu stjórnað af harðsnúnum handrukkurum með vopnavaldi og frumstæðum lagaklækjum. Þegar þjóðin gafst loks upp á því að hjálpa þessum svolum að koma hver öðrum fyrir pólitískt kattarnef í brennum eða bardögum tók Noregskonungur við stjórninni og lét verða sitt fyrsta verk að gera grimmasta fjöldamorðingjann að einræðisjarli yfir landinu. Á SÍÐUSTU ÖLD var farið að gera varkárar tilraunir með lýðræði á Íslandi. Framan af í ör smáum skömmtum svo að sveitarlimir og kvenfólk færu ekki að blanda sér í þjóðmálin. Í nokkra áratugi höfum við svo prófað lýðræði með þátttöku kvenna og launafólks. Enn sem komið er þykir þó ekki tímabært að leyfa lýðnum að skipta sér af lýðræðinu nema á fjögurra ára fresti með því að krota X á kjörseðil. Góðir lögfræðingar hafa nú áhyggjur af því að lýðurinn misbjóði lýðræðinu og vilja setja reglur til að koma í veg fyrir að algjör fífl bjóði sig fram til forsetaembættis. Eina örugga leiðin er auðvitað sú að afnema forsetakosningar. REYNSLAN SÝNIR að talsvert meiri líkur eru á því að undirmálsfólk troði sér inn á Alþingi en Bessastaði í skjóli lýðræðis og því vissara að leggja þingkosningar niður í leiðinni. Ráðherrar eru hins vegar ekki kosnir af lýðnum svo að ekki þarf að óttast undarlegar plöntur í þeim rósagarði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun
Lýðræði er versta aðferðin til að stjórna löndum, fyrir utan allar aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið gegnum tíðina," sagði Winston Churchill í ræðu í breska þinginu 11. nóvember 1947. Churchill hafði ástæðu til þess að vera pirraður á lýðræðinu, því að ekki hafði fyrr unnist sigur á Þjóðverjum í stríðinu en Bretar settu hann af sem forsætisráðherra í júlí 1945. Sá sem tók við hét Clement Attlee - sem Churchill gat ekki stillt sig um að segja að væri „sauður í sauðargæru". REYNDAR átti Churchill eftir að sannfærast enn betur um að lýðræði væri illskásta stjórnarfyrirkomulag í sögu mannkyns þegar þingkosningar skiluðu honum aftur í forsætisráðuneytið í október 1951. Þá var Winston orðinn 77 ára og hafði því miður aldrei fengið áhuga á tólf spora kerfinu. ÍSLENDINGAR eru óvanir lýðræði. Fyrstu aldirnar eftir landnám var ríkinu stjórnað af harðsnúnum handrukkurum með vopnavaldi og frumstæðum lagaklækjum. Þegar þjóðin gafst loks upp á því að hjálpa þessum svolum að koma hver öðrum fyrir pólitískt kattarnef í brennum eða bardögum tók Noregskonungur við stjórninni og lét verða sitt fyrsta verk að gera grimmasta fjöldamorðingjann að einræðisjarli yfir landinu. Á SÍÐUSTU ÖLD var farið að gera varkárar tilraunir með lýðræði á Íslandi. Framan af í ör smáum skömmtum svo að sveitarlimir og kvenfólk færu ekki að blanda sér í þjóðmálin. Í nokkra áratugi höfum við svo prófað lýðræði með þátttöku kvenna og launafólks. Enn sem komið er þykir þó ekki tímabært að leyfa lýðnum að skipta sér af lýðræðinu nema á fjögurra ára fresti með því að krota X á kjörseðil. Góðir lögfræðingar hafa nú áhyggjur af því að lýðurinn misbjóði lýðræðinu og vilja setja reglur til að koma í veg fyrir að algjör fífl bjóði sig fram til forsetaembættis. Eina örugga leiðin er auðvitað sú að afnema forsetakosningar. REYNSLAN SÝNIR að talsvert meiri líkur eru á því að undirmálsfólk troði sér inn á Alþingi en Bessastaði í skjóli lýðræðis og því vissara að leggja þingkosningar niður í leiðinni. Ráðherrar eru hins vegar ekki kosnir af lýðnum svo að ekki þarf að óttast undarlegar plöntur í þeim rósagarði.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun