Framtíð hins brasilíska Amauri hjá Palermo er í mikilli óvissu. Umboðsmaður leikmannsins segir hann vera í viðræðum við nokkur stórlið. Vitað er að AC Milan og Juventus hafa áhuga.
„Það er ekkert nýtt að félög sýni Amauri áhuga. Það eru viðræður í gangi en þó líklegast að hann verði hjá Palermo út þetta tímabil," sagði umboðsmaðurinn í útvarpsviðtali.
Amauri er 27 ára sóknarmaður. Sjálfur hefur hann sagt að hann vilji leika áfram í ítölsku deildinni.