Bandaríska hafnaboltadeildin MLB tilkynnti í dag að stofnuð hefði verið sérstök lyfjadeild sem ætlað verður að fara fyrir hörðu átaki gegn meintri lyfjamisnotkun í deildinni.
Í tilkynningu frá deildinni segir að hart verði gengið fram í að uppræta lyfjamisnotkun sem svert hafi nafn deildarinnar undanfarið, en þessi yfirlýsing kemur mánuði eftir að Mitchell-skýrslan svokallaða var gerði opinber.
Skýrsla sú heitir í höfuðið á fyrrum þingmanninum George Mitchell og tilgangur hennar var að komast að því hvort lyfjamisnotkun í MLB væri jafn útbreidd og talið var.
Skýrslan, sem unnin var í samstarfi við forseta MBL, Bud Selig, sýndi fram á að öll 30 liðin í hafnaboltadeildinni væru á einn eða annan hátt viðriðin lyfjamisnotkun.