Illa unnin greining á Existu, segir stjórnarformaðurinn 23. janúar 2008 10:53 Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu. Hann segir greiningaraðila Enskilda ekki þekkja vel tili félagsins og gerast sekan um rangfærslur. Mynd/GVA „Þessar hugleiðingar greiningarmanns Enskilda eru illa unnar og fjarri öllum veruleika. Greiningarmaðurinn þekkir greinilega ekki vel til Exista og gerir sig þar að auki sekan um rangfærslur í útreikningum," segir Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu. Eins og fram hefur komið segir greiningardeild sænska bankans Enskilda lausafjárstöðu Existu verri en af sé látið og nemi hún 365 milljónum evra, jafnvirði 35,4 milljörðum íslenskra króna. Deildin miðar í umfjöllun sinni við fall á eignasafni Existu frá hæsta gildi síðasta sumar en þá stóð gengi hlutabréfa víðast hvar í hæstu hæðum. Þá segir í umfjölluninni sömuleiðis, að svo geti farið að Exista verði að selja eignir sínar í norska fjármálafyrirtækinu Storebrand og finnska tryggingafélaginu Sampo með afslætti. Þá er í umfjölluninni dregin frá hlutdeild Exista í hagnaði við sölu á Sampo. Slíkur viðbótarfrádráttur er rangur, samkvæmt upplýsingum frá Existu. Lýður segir Existu hafa nýverið sent frá sér tilkynningu um trausta lausafjárstöðu og verði uppgjör félagsins birt í næstu viku. „Við munum þá gera nákvæma grein fyrir stöðu félagsins," segir Lýður. Erlendur Hjaltason, forstjóri Existu sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir hálfum mánuði aðgang fyrirtækisins að lausafé nægja til að mæta endurfjármögnunarþörf félagsins nær allt árið. „Aðgangur okkar að lausu fé í árslok mætir endurfjármögnunarþörf félagsins til næstu 50 vikna og eru þá ekki taldar með auðseljanlegar eignir," sagði hann og benti á að endurfjármögnun á árinu nemi einungis um fjórðungi af heildarfjármögnun síðasta árs. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Sjá meira
„Þessar hugleiðingar greiningarmanns Enskilda eru illa unnar og fjarri öllum veruleika. Greiningarmaðurinn þekkir greinilega ekki vel til Exista og gerir sig þar að auki sekan um rangfærslur í útreikningum," segir Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu. Eins og fram hefur komið segir greiningardeild sænska bankans Enskilda lausafjárstöðu Existu verri en af sé látið og nemi hún 365 milljónum evra, jafnvirði 35,4 milljörðum íslenskra króna. Deildin miðar í umfjöllun sinni við fall á eignasafni Existu frá hæsta gildi síðasta sumar en þá stóð gengi hlutabréfa víðast hvar í hæstu hæðum. Þá segir í umfjölluninni sömuleiðis, að svo geti farið að Exista verði að selja eignir sínar í norska fjármálafyrirtækinu Storebrand og finnska tryggingafélaginu Sampo með afslætti. Þá er í umfjölluninni dregin frá hlutdeild Exista í hagnaði við sölu á Sampo. Slíkur viðbótarfrádráttur er rangur, samkvæmt upplýsingum frá Existu. Lýður segir Existu hafa nýverið sent frá sér tilkynningu um trausta lausafjárstöðu og verði uppgjör félagsins birt í næstu viku. „Við munum þá gera nákvæma grein fyrir stöðu félagsins," segir Lýður. Erlendur Hjaltason, forstjóri Existu sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir hálfum mánuði aðgang fyrirtækisins að lausafé nægja til að mæta endurfjármögnunarþörf félagsins nær allt árið. „Aðgangur okkar að lausu fé í árslok mætir endurfjármögnunarþörf félagsins til næstu 50 vikna og eru þá ekki taldar með auðseljanlegar eignir," sagði hann og benti á að endurfjármögnun á árinu nemi einungis um fjórðungi af heildarfjármögnun síðasta árs.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Sjá meira