Slóvenar unnu í kvöld óvæntan sigur á heimamönnum Norðmönnum í milliriðli 1 á EM 33-29. Þetta þýðir að Norðmenn eru enn í þriðja sæti riðilsins með 5 stig en Slóvenar eru komnir með 4 stig.
Danir og Króatar eru efstir og jafnir í riðlinum með 6 stig.
Jatek Jure skoraði 9 mörk fyrir Slóvena í kvöld en þeir Frank Loke og Kristian Kjelling skoruðu 7 hvor fyrir Norðmenn.