Japanski ökumaðurinn Kazuki Nakajima hjá Williams í Formúlu 1, slapp ómeiddur frá hörkuárekstri á æfingu keppnisliða á Barcelona brautinni í hádeginu í dag. Nakajima fór útaf á fullri ferð í lokabeygju brautarinnar, á þriðja hundrað kílómetra hraða.
Nýlega var öryggissvæði malbikað við brautina, en malargryfja var þar áður. Hægði nýja öryggissvæði ekkert á bíl Nakajima sem skall harkalega á varnarvegg. Nakajima segir að tæknileg bilun í bílnum hafi valdið óhappinu, sem stórskemmdi framhlutann á nýjum Williams 2008 bíl.
Æfingin á Barcelona brautinni er fyrsta æfingin í röð æfinga á Spáni áður en fyrsta mótið fer fram í mars. Öll keppnislið munu æfa í Barcelona og á Jerez brautinni næstu fjórar víkurnar.
Slapp ómeiddur eftir harðan árekstur

Mest lesið






Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“
Íslenski boltinn


Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits
Enski boltinn

ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík
Íslenski boltinn
