Ragna Ingólfsdóttir er úr leik á alþjóðlegu badmintonmóti sem fer fram í Íran þessa dagana.
Ragna tapaði í fjórðungsúrslitum einliðaleiks kvenna fyrir Morshahliza Baharum frá Malasíu. Viðureignin var jöfn og spennandi en Baharum vann í oddalotu, 21-19.
Baharum tapaði svo í undanúrslitum en úrslitin sjálf fara fram á morgun.