Báðir undanúrslitaleikir Lýsingarbikars karla í körfubolta unnust á útivöllum um helgina en Snæfellingar unnu þá frábæran 17 stiga sigur í Ljónagryfjunni í Njarðvík og Fjölnismenn snéru nánast töpuðum leik í sigur á síðustu fimm mínútunum í leik sínum við Skallagrím í Borgarnesi.
Fjölnir var 13 stigum undir þegar fimm mínútur voru eftir en vann lokakaflann 20-5 og tryggði sér sigur með því að skora fimm síðustu stigin.
Þetta var í annað skiptið á fjórum árum sem Grafarvogspiltar komast í Höllina og í bæði skiptin hafa þeir tryggt sér farseðilinn á útivelli því árið 2005 unnu þeir undanúrslita gegn Hamri/Selfoss í Hveragerði.
Það vekur vissulega athygli hversu illa heimaliðunum hefur tekið að komast í Höllina í undanúrslitaleikjum síðustu fimm ár. Frá og með árinu 2004 þá hafa útiliðin unnið 7 af 10 undanúrslitaleikjum þar af báða leikina árin 2004, 2005 og svo aftur í ár. Liðin þrjú sem hafa klárað heimaleiki sína eru Grindavík (2005), Keflavík (2005) og svo Hamar/Selfoss í fyrra.
Þegar er farið aðeins lengra aftur og skoaða úrslitin á þessarri öld (frá og með 2000) þá hafa útiliðin unnið 11 af 18 undanúrslitaleikjunum á nýrri öld en undanúrslitaleikirnir árin 2000 og 2001 unnust líka báðir á útivelli.
Undanúrslitaleikir bikarsins síðustu níu ár:
2000
Njarðvík-KR 80-84
Haukar-Grindavík 67-68
2001
Grindavík-ÍR 77-97
Keflavík-Hamar 94-99 (framlengt, 89-89)
2002
Njarðvík-Tindastóll 86-66
KR-Þór Akureyri 81-73
2003
Snæfell-Hamar 82-76
Keflavík-ÍR 95-81
2004
Snæfell-Njarðvík 69-74
Grindavík-Keflavík 97-107
2005
Breiðablik-Njarðvík 76-113
Hamar/Selfoss-Fjölnir 100-110
2006
Grindavík-Skallagrímur 97-87
Keflavík-Njarðvík 89-85
2007
Hamar/Selfoss-Keflavík 72-70
Grindavík-ÍR 91-95
2008
Njarðvík-Snæfell 77-94
Skallagrímur-Fjölnir 83-85
Samantekt:
Frá og með árinu 2004
Leikir 10
Heimasigrar 3 (30%)
Útisigrar 7 (70%)
Frá og með árinu 2000:
Leikir 18
Heimasigrar 7 (39%)
Útisigrar 11 (61%)