Valur vann Aftureldingu með fjórtán marka mun, 36-22, í N1-deild karla í kvöld.
Staðan í hálfleik var 18-9 fyrir Val en markahæstur hjá liðinu var Arnór Gunnarsson sem skoraði tíu mörk. Baldvin Þorsteinsson skoraði átta mörk og Sigurður Eggertsson sjö.
Einar Örn Guðmundsson skoraði sex mörk fyrir Aftureldingu og Daníel Jónsson fimm.
Valsmenn komust í annað sæti deildarinnar með sigrinum og er með 23 stig, rétt eins og Fram sem á leik til góða.
Haukar eru með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar en eiga leik til góða á Valsmenn.
Afturelding er enn í næstneðsta sæti deildarinnar með sjö stig.