Andri Berg ekki í bann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2008 16:20 Andri Berg Haraldsson í leik með Fram. Mynd/Arnþór Aganefnd HSÍ ákvað á fundi sínum í dag að dæma Andra Berg Haraldsson ekki í bann vegna útilokunar sem hann fékk í leik Fram og Akureyrar í síðustu viku. Nikola Jankovic, leikmaður Akureyrar, fékk hins vegar tveggja leikja bann fyrir útilokun í sama leik. Það var einmitt hann sem gaf Andra Berg hnefahögg í fyrri hálfleik en Andra var í kjölfarið vísað af velli, eins og sjá má í myndbandi í frétt hér fyrir neðan. Fram kom í niðurstöðu aganefndar að dómarar leiksins hafi sent inn greinagerð þar sem fram kemur að leikmaðurinn hafi ekki gert neitt til að verðskulda rautt spjald. Niðurstaðan í heild sinni: „Andri Berg Haraldsson leikmaður Fram fékk útilokun í leik Fram og Akureyrar í M.fl. ka. 13.02.08. Dómarar leiksins hafa sent inn greinargerð þar sem fram kemur að, að athuguðu máli geti þeir ekki séð að það hafi neitt komið fram sem verðskuldi að leikmaðurinn fengi rautt spjald. Aganefnd lítur því svo á að dómarar hafi þar með viðurkennt að hafa gert mistök með því að beita leikmannin útilokun á þessum tímapunkti í leiknum þó refsingunni hafi verið beitt í góðri trú miðað við hvernig þeir upplifðu atvik það er um ræðir. Það er ekki hlutverk Aganefndar að meta hvort þær refsingar sem dómarar beita séu réttar eða rangar en ber aðeins að taka mið af refsingunum og úrskurða eftir þeim og það getur því aldrei verið hlutverk nefndarinna að skoða leiki á myndbandi til þess að meta ákvarðanir dómara. Heimild Aganefndar í grein 8.2.2 á fyrst og fremst við þegar um mjög alvarleg brot er að ræða og fyrst og fremst ætluð til þyngingar refsingar og þá oftast vegna brota sem hafa farið framhjá dómurum leiksins, ekki til að draga í efa ákvarðanir þeirra. Vegna yfirlýsingar dómara um mistök í dómgæslu er það álit Aganefndar að ekki sé rétt að úrskurða leikmanninn Andra Berg Haraldsson í leikbann vegna þessa atviks." Olís-deild karla Tengdar fréttir Andri Berg: Það hefur eitthvað hlaupið í hann Andri Berg Haraldsson segist hafa verið mjög hissa þegar honum var vikið af leikvelli með rautt spjald í leik Fram og Akureyrar í Eimskipabikarnum í gærkvöldi. 13. febrúar 2008 13:15 Fékk rautt spjald fyrir að vera kýldur (myndband) Það gekk mikið á í leik Fram og Akureyrar í undanúrslitum Eimskipabikarsins í handbolta í gær þar sem tveir leikmenn fengu að líta rautt spjald. 13. febrúar 2008 12:19 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Aganefnd HSÍ ákvað á fundi sínum í dag að dæma Andra Berg Haraldsson ekki í bann vegna útilokunar sem hann fékk í leik Fram og Akureyrar í síðustu viku. Nikola Jankovic, leikmaður Akureyrar, fékk hins vegar tveggja leikja bann fyrir útilokun í sama leik. Það var einmitt hann sem gaf Andra Berg hnefahögg í fyrri hálfleik en Andra var í kjölfarið vísað af velli, eins og sjá má í myndbandi í frétt hér fyrir neðan. Fram kom í niðurstöðu aganefndar að dómarar leiksins hafi sent inn greinagerð þar sem fram kemur að leikmaðurinn hafi ekki gert neitt til að verðskulda rautt spjald. Niðurstaðan í heild sinni: „Andri Berg Haraldsson leikmaður Fram fékk útilokun í leik Fram og Akureyrar í M.fl. ka. 13.02.08. Dómarar leiksins hafa sent inn greinargerð þar sem fram kemur að, að athuguðu máli geti þeir ekki séð að það hafi neitt komið fram sem verðskuldi að leikmaðurinn fengi rautt spjald. Aganefnd lítur því svo á að dómarar hafi þar með viðurkennt að hafa gert mistök með því að beita leikmannin útilokun á þessum tímapunkti í leiknum þó refsingunni hafi verið beitt í góðri trú miðað við hvernig þeir upplifðu atvik það er um ræðir. Það er ekki hlutverk Aganefndar að meta hvort þær refsingar sem dómarar beita séu réttar eða rangar en ber aðeins að taka mið af refsingunum og úrskurða eftir þeim og það getur því aldrei verið hlutverk nefndarinna að skoða leiki á myndbandi til þess að meta ákvarðanir dómara. Heimild Aganefndar í grein 8.2.2 á fyrst og fremst við þegar um mjög alvarleg brot er að ræða og fyrst og fremst ætluð til þyngingar refsingar og þá oftast vegna brota sem hafa farið framhjá dómurum leiksins, ekki til að draga í efa ákvarðanir þeirra. Vegna yfirlýsingar dómara um mistök í dómgæslu er það álit Aganefndar að ekki sé rétt að úrskurða leikmanninn Andra Berg Haraldsson í leikbann vegna þessa atviks."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Andri Berg: Það hefur eitthvað hlaupið í hann Andri Berg Haraldsson segist hafa verið mjög hissa þegar honum var vikið af leikvelli með rautt spjald í leik Fram og Akureyrar í Eimskipabikarnum í gærkvöldi. 13. febrúar 2008 13:15 Fékk rautt spjald fyrir að vera kýldur (myndband) Það gekk mikið á í leik Fram og Akureyrar í undanúrslitum Eimskipabikarsins í handbolta í gær þar sem tveir leikmenn fengu að líta rautt spjald. 13. febrúar 2008 12:19 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Andri Berg: Það hefur eitthvað hlaupið í hann Andri Berg Haraldsson segist hafa verið mjög hissa þegar honum var vikið af leikvelli með rautt spjald í leik Fram og Akureyrar í Eimskipabikarnum í gærkvöldi. 13. febrúar 2008 13:15
Fékk rautt spjald fyrir að vera kýldur (myndband) Það gekk mikið á í leik Fram og Akureyrar í undanúrslitum Eimskipabikarsins í handbolta í gær þar sem tveir leikmenn fengu að líta rautt spjald. 13. febrúar 2008 12:19