Gráúlfurinn sem lifir í norðurhluta Klettafjallanna í Bandaríkjunum er ekki talinn lengur í útrýmingarhættu. Hefur hann því verið tekinn af lista bandaríska innanríkisráðuneytisins um dýr í útrýmingarhættu.
Undanfarin þrettán ár hefur markvisst verið unnið að því að byggja upp stofnstærð gráúlfa en þeir urðu nær útdauða. Er nú talið að 1.500 gráúlfar séu til staðar í Idaho, Montana og Wyoming.
Umhverfissamtök eru mótfallin því að gráúlfurin í Klettafjöllum sé tekin af listanum því það þýðir að veiða má hann á ný. Umhverfissamtökin segja að þau ætli að höfða mál gegn innanríkisráðuneytinu til að fá gráúlfinn aftur settan á listann.