Vorum fjórum til fimm skrefum á eftir þeim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2008 22:30 Mynd/Eyþór Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna var ekki ánægður eftir átta marka tap liðsins gegn HK í Digranesi í kvöld. "Þeir voru miklu betri í dag, þeir voru allir heitir og Petkevicius var að verja allan tímann." "Við náðum aldrei takti í þessum leik og vorum ekki bara skrefi á eftir þeim heldur við vorum fjórum til fimm skrefum á eftir þeim og þetta voru bara tvö ólík lið á vellinum. Við vorum staðir sóknarlega og það voru fáir sem áttu almenninlegan dag til þess að hjálpa okkur þegar reyndi á. Vörnin var ekki með og þar af leiðandi kom ekki markvarsla nema kannski að Óli náði að verja í seinni hálfleik og náði að bjarga því sem bjargað var hjá okkur," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari valsmanna, niðurlútur í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Hann segir að bæði komandi bikarúrslitaleikur sem og úrslit annarra leikja hafi geta haft áhrif á hans menn. "Það eru kannski allir að tala um það að Haukarnir séu farnir að tapa stigum. Þetta er ungt lið og það er okkur ekki hollt að fara að pæla í öðrum en okkur sjálfum. Fyrir utan það að við spiluðum ömurlega og þeir voru miklu betri þá var þetta erfiðasta vikan okkar, Baldvin og Hjalti eru búnir að glíma við veikindi, Ernir og Siggi eru að spila meiddir og Ægir og Gunnar voru ekki með í dag. Með þennan frábæra hóp þá áttum við samt að koma inn og vinna þennan leik og blanda okkur með því verulega í toppbaráttuna. Þetta fer bara í reynslubankann hjá okkur," sagði Óskar. "Undirbúningurinn var erfiður og hann var lélegur og þar komum við þjálfarar líka inn í. Það kom okkur ekkert á óvart þeir voru bara meira tilbúnir. Við höfum verið að spila mjög vel. Deildin er bara svona og það geta allir unnið alla. Við erum það ungir og óreyndir að við ætluðum að leyfa okkur vera ekki með á nótunum en við gátum ekki einu sinni sýnt þá smá karkter ap rífa okkur aftur upp erftir lélegar fyrstu tíu mínútur. Við lærum af þessu," sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna var ekki ánægður eftir átta marka tap liðsins gegn HK í Digranesi í kvöld. "Þeir voru miklu betri í dag, þeir voru allir heitir og Petkevicius var að verja allan tímann." "Við náðum aldrei takti í þessum leik og vorum ekki bara skrefi á eftir þeim heldur við vorum fjórum til fimm skrefum á eftir þeim og þetta voru bara tvö ólík lið á vellinum. Við vorum staðir sóknarlega og það voru fáir sem áttu almenninlegan dag til þess að hjálpa okkur þegar reyndi á. Vörnin var ekki með og þar af leiðandi kom ekki markvarsla nema kannski að Óli náði að verja í seinni hálfleik og náði að bjarga því sem bjargað var hjá okkur," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari valsmanna, niðurlútur í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Hann segir að bæði komandi bikarúrslitaleikur sem og úrslit annarra leikja hafi geta haft áhrif á hans menn. "Það eru kannski allir að tala um það að Haukarnir séu farnir að tapa stigum. Þetta er ungt lið og það er okkur ekki hollt að fara að pæla í öðrum en okkur sjálfum. Fyrir utan það að við spiluðum ömurlega og þeir voru miklu betri þá var þetta erfiðasta vikan okkar, Baldvin og Hjalti eru búnir að glíma við veikindi, Ernir og Siggi eru að spila meiddir og Ægir og Gunnar voru ekki með í dag. Með þennan frábæra hóp þá áttum við samt að koma inn og vinna þennan leik og blanda okkur með því verulega í toppbaráttuna. Þetta fer bara í reynslubankann hjá okkur," sagði Óskar. "Undirbúningurinn var erfiður og hann var lélegur og þar komum við þjálfarar líka inn í. Það kom okkur ekkert á óvart þeir voru bara meira tilbúnir. Við höfum verið að spila mjög vel. Deildin er bara svona og það geta allir unnið alla. Við erum það ungir og óreyndir að við ætluðum að leyfa okkur vera ekki með á nótunum en við gátum ekki einu sinni sýnt þá smá karkter ap rífa okkur aftur upp erftir lélegar fyrstu tíu mínútur. Við lærum af þessu," sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira