Jafnréttissjónarmið réðu ákvörðun Hildar 27. febrúar 2008 10:00 Hildur Petersen. Mynd/E.Ól Hildur Petersen, fráfarandi stjórnarformaður SPRON, segir jafnréttissjónarmið hafa ráðið því að hún ákvað að gefa ekki kost á sér í stjórn SPRON á ný. Kosið verður um nýja stjórn á aðalfundi sparisjóðsins í dag. Hildur segir að í þau sextán ár sem hún hafi setið í stjórn SPRON hafi hún verið ötull talsmaður þess að reynt væri að laða að konur til stjórnarsetu í sparisjóðnum. Hafi hún því fyrr í mánuðinum haft fullan hug á að gefa kost á sér á ný. „Ég lít ekki sem svo á að hér sé eingöngu um jafnréttismál að ræða heldur líka hreina viðskiptahagsmuni, því konur og upplýstir karlmenn beina viðskiptum sínum í auknu mæli til þeirra fyrirtækja sem sýna jafnrétti í verki," segir hún. Hildur segir að skömmu eftir að hún hafi ákveðið þetta hafi tvær af reyndustu konum í íslensku viðskiptalífi, þær Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, og Rannveig Rist, forstjóri Alcan, verið tilbúnar að gefa kost á sér í stjórnina. „Þar með var ljóst að jafnréttis væri gætt í stjórninni," segir Hildur. „Ég tók því þá ákvörðun þrátt fyrir fyrri ummæli. Eftir að hafa setið samtals 16 ár í stjórn SPRON á tveimur tímabilum gæti ég gengið stolt frá þessu starfi og gefið öðrum tækifæri á að spreyta sig." Gunnar Þór Gíslason, stjórnarmaður í SPRON, hefur sömuleiðis ákveðið að gefa ekki kost á sér, að því er fram kemur á heimasíðu sparisjóðsins. Þeir Ari Bergmann Einarsson, Ásgeir Baldurs og Erlendur Hjaltason gefa hins vegar áfram kost á sér í stjórnina auk þeirra Margrétar Guðmundsdóttur og Rannveigar Rist. Stjórn SPRON hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að birta ekki upplýsingar um sölu stjórnarmanna á hlutum í félaginu áður en það fór á markað. Hafa Samtök fjárfesta gagnrýnt svör fyrirtækisins vegna þess. Þar hefur komið fram að SPRON hafi ekki verið heimilt að birta opinberlega upplýsingar um viðskipti stjórnarmanna. Hildur var í hádegisviðtalinu á Stöð 2 þann 5. febrúar síðastliðinn. Þar var hún spurð um orðróm þess efnis að hún væri á leið úr sæti stjórnarformanns. Þá sagðist Hildur ekki hafa heyrt hann en að hún myndi bjóða sig fram aftur á aðalfundi 27. febrúar. Það væri svo hluthafa að taka ákvörðun um það. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Hildur Petersen, fráfarandi stjórnarformaður SPRON, segir jafnréttissjónarmið hafa ráðið því að hún ákvað að gefa ekki kost á sér í stjórn SPRON á ný. Kosið verður um nýja stjórn á aðalfundi sparisjóðsins í dag. Hildur segir að í þau sextán ár sem hún hafi setið í stjórn SPRON hafi hún verið ötull talsmaður þess að reynt væri að laða að konur til stjórnarsetu í sparisjóðnum. Hafi hún því fyrr í mánuðinum haft fullan hug á að gefa kost á sér á ný. „Ég lít ekki sem svo á að hér sé eingöngu um jafnréttismál að ræða heldur líka hreina viðskiptahagsmuni, því konur og upplýstir karlmenn beina viðskiptum sínum í auknu mæli til þeirra fyrirtækja sem sýna jafnrétti í verki," segir hún. Hildur segir að skömmu eftir að hún hafi ákveðið þetta hafi tvær af reyndustu konum í íslensku viðskiptalífi, þær Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, og Rannveig Rist, forstjóri Alcan, verið tilbúnar að gefa kost á sér í stjórnina. „Þar með var ljóst að jafnréttis væri gætt í stjórninni," segir Hildur. „Ég tók því þá ákvörðun þrátt fyrir fyrri ummæli. Eftir að hafa setið samtals 16 ár í stjórn SPRON á tveimur tímabilum gæti ég gengið stolt frá þessu starfi og gefið öðrum tækifæri á að spreyta sig." Gunnar Þór Gíslason, stjórnarmaður í SPRON, hefur sömuleiðis ákveðið að gefa ekki kost á sér, að því er fram kemur á heimasíðu sparisjóðsins. Þeir Ari Bergmann Einarsson, Ásgeir Baldurs og Erlendur Hjaltason gefa hins vegar áfram kost á sér í stjórnina auk þeirra Margrétar Guðmundsdóttur og Rannveigar Rist. Stjórn SPRON hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að birta ekki upplýsingar um sölu stjórnarmanna á hlutum í félaginu áður en það fór á markað. Hafa Samtök fjárfesta gagnrýnt svör fyrirtækisins vegna þess. Þar hefur komið fram að SPRON hafi ekki verið heimilt að birta opinberlega upplýsingar um viðskipti stjórnarmanna. Hildur var í hádegisviðtalinu á Stöð 2 þann 5. febrúar síðastliðinn. Þar var hún spurð um orðróm þess efnis að hún væri á leið úr sæti stjórnarformanns. Þá sagðist Hildur ekki hafa heyrt hann en að hún myndi bjóða sig fram aftur á aðalfundi 27. febrúar. Það væri svo hluthafa að taka ákvörðun um það.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira