Rosberg vill í toppslaginn með Williams 28. febrúar 2008 14:22 Nico Rosberg hefur staðið sig vel á æfingum í Barcelona síðustu daga. Bæði Nico Rosberg og Kazuki Nakajima óku geysilega vel á æfingum í Barcelona í vikunni. Hraði Nakajima hefur komið mörgum á óvart og Rosberg er í fantaformi sem fyrr. Báðir eru synir fyrrum Formúlu 1 ökumanna og Rosberg telur það til hagsbóta fyrir Formúlu 1 að kappaksturs-eðlið gengur í erfðir. Nico Rosberg: Það er frábært fyrir Formúlu 1 að þessi þróun er raunveruleiki, að synir fyrrum Formúlu 1 ökumanna eru að ná fótestu í sömu íþrótt. Það er gaman hvað það er mikið jafnræði með okkur Kazuki. Áttu möguleika á sigri í mótum? Nico Rosberg: Trúlega ekki að svo komnu máli. Ferrari og McLaren eru sterkustu liðin, en á eftir koma Renault, BMW, Red Bull og Williams. Það er þéttur hópur og verður hörð barátta. Með heppni gæti ég náð verðlaunasæti. Er svekkjandi að hafa ekki sigurbíl undir höndum? Nico Rosberg: Nei. Ég held að það verði rauninn á næsta ári, að við getum unnið einstökm mót. Maður verður að sýna sjálfum sér og liðinu þolinmæði. Ég hef unnið í öllum mótaröðum sem ég hef tekið þátt í og sætti mig við stöðuna eins og hún er. Það samt stundum skrítið að vakna á morgnanna og vita að ég á ekki möguleika á sigri, vegna að þess að bíllinn til þess er ekki til staðar. En koma tímar, koma ráð. Ég vonast til að komast á toppinn þó síðar verði og vonandi með Williams.” sjá nánar á www.kappakstur.is Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bæði Nico Rosberg og Kazuki Nakajima óku geysilega vel á æfingum í Barcelona í vikunni. Hraði Nakajima hefur komið mörgum á óvart og Rosberg er í fantaformi sem fyrr. Báðir eru synir fyrrum Formúlu 1 ökumanna og Rosberg telur það til hagsbóta fyrir Formúlu 1 að kappaksturs-eðlið gengur í erfðir. Nico Rosberg: Það er frábært fyrir Formúlu 1 að þessi þróun er raunveruleiki, að synir fyrrum Formúlu 1 ökumanna eru að ná fótestu í sömu íþrótt. Það er gaman hvað það er mikið jafnræði með okkur Kazuki. Áttu möguleika á sigri í mótum? Nico Rosberg: Trúlega ekki að svo komnu máli. Ferrari og McLaren eru sterkustu liðin, en á eftir koma Renault, BMW, Red Bull og Williams. Það er þéttur hópur og verður hörð barátta. Með heppni gæti ég náð verðlaunasæti. Er svekkjandi að hafa ekki sigurbíl undir höndum? Nico Rosberg: Nei. Ég held að það verði rauninn á næsta ári, að við getum unnið einstökm mót. Maður verður að sýna sjálfum sér og liðinu þolinmæði. Ég hef unnið í öllum mótaröðum sem ég hef tekið þátt í og sætti mig við stöðuna eins og hún er. Það samt stundum skrítið að vakna á morgnanna og vita að ég á ekki möguleika á sigri, vegna að þess að bíllinn til þess er ekki til staðar. En koma tímar, koma ráð. Ég vonast til að komast á toppinn þó síðar verði og vonandi með Williams.” sjá nánar á www.kappakstur.is
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira