
Fótbolti
Gilardino til Juventus í sumar?

Nú er talið líklegt að ítalski landsliðsframherjinn Alberto Gilardino muni ganga í raðir Juventus frá Milan í sumar. Hann hefur ekki náð að standa undir væntingum hjá Milan eftir að hafa verið keyptur til félagsins frá Parma árið 2005, en er sjálfur harður stuðningsmaður Juventus. Viðræður munu standa yfir milli félaganna að sögn Tuttosport á Ítalíu og vilja forráðamenn Milan endilega leyfa honum að fara.