Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, segist heyra reglulega í Andriy Shevchenko og telur að það verði ekki mikið mál að fá hann aftur til félagsins frá Chelsea.
Hann telur að það yrði vinsælt hjá stuðningsmönnum liðsins að fá Shevchenko aftur í liðið enda er hann næstmarkahæsti leikmaður félagsins frá upphafi.
Shevchenko fór frá AC Milan til Chelsea sumarið 2006 en hefur átt í erfiðleikum með að festa sig í sessi þar.