Handbolti

Stjarnan vann Hauka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stjörnustúlkur fögnuðu sigri í dag.
Stjörnustúlkur fögnuðu sigri í dag.

Þrír leikir fóru fram í N1-deild kvenna í dag þar sem topplið Fram og Stjörnunnar unnu sína leiki örugglega.

Fram vann tíu marka sigur á Akureyri, 37-27, og hélt þar með tveggja marka forystu sinni á Stjörnuna.

Stjarnan vann svo sigur á Haukum á Ásvöllum, 29-23, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 13-11. Stjarnan tók hins vegar öll völd á vellinum í síðari hálfleik og unnu öruggan sigur.

Alina Petrache var markahæst í liði Stjörnunnar með átta mörk og Hildur Harðardóttir skoraði sex mörk. Hjá Haukum voru þær Erna Þráinsdóttir og Ramune Pekarskyte markahæstar með fimm mörk hver.

Að síðustu vann HK sigur á FH, 35-29. Haukar eru í fimmta sæti deildarinnar með átján stig, HK í því sjötta með þrettán stig og FH í áttunda með níu stig. Akureyri er á botni deildarinnar án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×