Ecclestone í deilum við Ástrali 12. mars 2008 15:18 NordcPhotos/GettyImages Formúlueinvaldurinn Bernie Ecclestone stendur nú í deilum við mótshaldara í Ástralíukappakstrinum vegna tímasetningar keppninar. Vegna tímamismunar fer keppnin fram um nótt að evrópskum tíma og það þykir Ecclestone skemma fyrir í sjónvarpsmálunum í álfunni. Ecclestone er enn að þrátta við Ástralina um að seinka keppninni svo hún verði á boðlegri tíma fyrir evrópska sjónvarpsáhorfendur og vill reyna að færa hana frá því um fjögur um nóttina til að minnsta kosti sex um morguninn. En hann lætur ekki þar við sitja og vill helst að andfætlingarnir keppi um miðja nótt. "Þetta þarf að vera miðnæturkeppni. Það væri frábært ef keppnin gæti verið um klukkan tvö eftir hádegi svo evrópskir áhorfendur gætu séð það, en þá þyrfti keppnin auðvitað að byrja um miðja nótt í Ástralíu. Því seinna sem hún byrjaði í Ástralíu - því betra fyrir Evrópu segi ég. En það er kannski skárra að vakna klukkan sex en klukkan þrjú um nóttina," sagði Ecclestone. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Formúlueinvaldurinn Bernie Ecclestone stendur nú í deilum við mótshaldara í Ástralíukappakstrinum vegna tímasetningar keppninar. Vegna tímamismunar fer keppnin fram um nótt að evrópskum tíma og það þykir Ecclestone skemma fyrir í sjónvarpsmálunum í álfunni. Ecclestone er enn að þrátta við Ástralina um að seinka keppninni svo hún verði á boðlegri tíma fyrir evrópska sjónvarpsáhorfendur og vill reyna að færa hana frá því um fjögur um nóttina til að minnsta kosti sex um morguninn. En hann lætur ekki þar við sitja og vill helst að andfætlingarnir keppi um miðja nótt. "Þetta þarf að vera miðnæturkeppni. Það væri frábært ef keppnin gæti verið um klukkan tvö eftir hádegi svo evrópskir áhorfendur gætu séð það, en þá þyrfti keppnin auðvitað að byrja um miðja nótt í Ástralíu. Því seinna sem hún byrjaði í Ástralíu - því betra fyrir Evrópu segi ég. En það er kannski skárra að vakna klukkan sex en klukkan þrjú um nóttina," sagði Ecclestone.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira