Stjórn Ferrari samþykkti í dag að Jean Todt hyrfi frá starfi sínu sem forstjóri Ferrari. Í hans kemur Amadeo Felisa, en Todt hefur gengt starfi forstjóra Ferrari síðan 2006.
Todt verður áfram í stjórn Ferrari og verður fulltrúi Ferrari hjá FIA. „Þessi breyting gefur mér færi á að sinna sjálfum mér betur og öðrum áhugamálum. Ég mun áfram huga að Ferrari og vinna þau störf sem Luca Montezmolo forseti Ferrari telur að hæfi mér á næstu árum," sagði Jean Todt í dag.
Felisa tekur við starfi Todt hjá Ferrari
