Keppt í hitasvækju í Malasíu um páskana 20. mars 2008 19:19 Þota var skírð í höfuðið á Sir Frank Williams í dag, en Nico Rosberg svipti hulunni af flugvélinni sem Air Asia notar. mynd: kappakstur.is Formúlu 1 mót verður í Malasíu um helgina og búist er við 40 stiga hita og miklum raka. Þetta mun reyna mikið á þolgæði bíla og ökumanna sem kepptu í Ástralíu um síðustu helgi. McLaren náði góðu forskoti í stigakeppni bílasmiða, en Lewis Hamilton á McLaren vann mótið í Ástralíu, en Nick Heidfeld á BMW varð annar og Nico Rosberg þriðji. Farþegaflugvél var einmitt máluð í litum sem Rosberg notar á hjálm sinn á dögunum og skírð í höfuðið á Sir Frank Williams. Ferrari lenti í miklum vanda í Ástralíu og þurfti að senda keppnisvélar sínar til athugunar til Ítalíu. Í ljós kom að vélarnar höfðu skemmst og fær Ferrari liðið nýjar vélar í Malasíu, en refsilaust þar sem bílarnir biluðu í Melbourne. Að öllu jöfnu tapa ökumenn 10 sætum á ráslínu, ef vél bilar um mótshelgi. Að sama skapi verða gírkassar að endast fjögur mót, en gera má lítilsháttar breytinar á gírkassa á milli móta. Ef skipta þarf um gírkassa milli móta, þá tapa ökumenn fimm sætum á ráslínu. Bein útsending verður frá öllum æfingum, tímatöku og keppni í Malasíu á Stöð 2 Sport. Þær eru meira og minna að næturlagi, og hefjast á aðfaranótt föstudags en endursýningar eru að degi til. Vert er að geta þess að aðeins bein útsending frá tímatöku og kappakstri er í opinni dagskrá. Allir þættir um Formúlu 1 og endursýningar frá tímatöku og kappakstri eru í lokaðri dagskrá á Stöð 2 Sport. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Formúlu 1 mót verður í Malasíu um helgina og búist er við 40 stiga hita og miklum raka. Þetta mun reyna mikið á þolgæði bíla og ökumanna sem kepptu í Ástralíu um síðustu helgi. McLaren náði góðu forskoti í stigakeppni bílasmiða, en Lewis Hamilton á McLaren vann mótið í Ástralíu, en Nick Heidfeld á BMW varð annar og Nico Rosberg þriðji. Farþegaflugvél var einmitt máluð í litum sem Rosberg notar á hjálm sinn á dögunum og skírð í höfuðið á Sir Frank Williams. Ferrari lenti í miklum vanda í Ástralíu og þurfti að senda keppnisvélar sínar til athugunar til Ítalíu. Í ljós kom að vélarnar höfðu skemmst og fær Ferrari liðið nýjar vélar í Malasíu, en refsilaust þar sem bílarnir biluðu í Melbourne. Að öllu jöfnu tapa ökumenn 10 sætum á ráslínu, ef vél bilar um mótshelgi. Að sama skapi verða gírkassar að endast fjögur mót, en gera má lítilsháttar breytinar á gírkassa á milli móta. Ef skipta þarf um gírkassa milli móta, þá tapa ökumenn fimm sætum á ráslínu. Bein útsending verður frá öllum æfingum, tímatöku og keppni í Malasíu á Stöð 2 Sport. Þær eru meira og minna að næturlagi, og hefjast á aðfaranótt föstudags en endursýningar eru að degi til. Vert er að geta þess að aðeins bein útsending frá tímatöku og kappakstri er í opinni dagskrá. Allir þættir um Formúlu 1 og endursýningar frá tímatöku og kappakstri eru í lokaðri dagskrá á Stöð 2 Sport.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira