Novak Djokovic frá Serbíu bar sigur úr býtum á Indian Wells-mótinu í tennis. Djokovic mætti Mardy Fish frá Bandaríkjunum í úrslitaviðureign og vann 6-2, 5-7 og 6-3.
Djokovic er þriðji á heimslistanum. „Þetta er frábær byrjun á árinu fyrir mig. Ég verð líka að hrósa Mardy, hann er miklu betri en heimslistinn segir," sagði Djokovic en Mardy er í 98. sæti á listanum.
Það var serbneskur sigur á Indian Wells-mótinu því að Ana Ivanovic vann í kvennaflokki. Hún vann Svetlönu Kuznetsovu frá Rússlandi í úrslitum.