Thanou fékk silfrið hennar Jones Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2008 17:55 Marion Jones með gullið í Sydney, Thanou með silfrið og Tanya Lawrence frá Jamaíku með bronsið. Nordic Photos / Getty Images Gríski spretthlauparinn Katerina Thanou hefur fengið silfrið fyrir 100 metra hlaup kvenna á HM í Edmonton í Kanada árið 2001 sem Marion Jones vann upphaflega. Jones hefur játað neyslu ólöglegra lyfja og úrskurðaði Alþjóða frjálsíþróttasambandið (IAAF) að hún skyldi skila öllum þeim verðlaunum sem hún vann frá september árið 2000. Sambandið var hins vegar tregt til að afhenda Thanou silfrið þar sem hún hefur sjálf farið í keppnisbann vegna lyfjamáls. Hún sleppti þremur lyfjaprófum skömmu fyrir Ólympíuleikana í Aþenu árið 2004 og var í kjölfarið dæmd í keppnisbann í tvö ár. Alþjóða Ólympíusambandið hefur hins vegar ekki enn ákveðið hvað eigi að gera við þau fimm verðlaun sem Marion Jones vann sér inn á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Í 100 metra hlaupi kvenna á þeim leikum vann Jones gullið og Thanou fékk silfur. Samkvæmt úrskurði IAAF nú ætti Thanou að fá þau verðlaun einnig en Ólympíusambandið hefur gefið til kynna að það muni fylgja fordæmi IAAF. „Það er ekkert annað sem okkur var stætt á að gera," sagði Nick Davies, talsmaður IAAF. „Það liggja engin sönnunargögn fyrir að Thanou hafi brotið í bága við lyfjalög sambandsins á þessum tíma sem þýðir að okkur er skylt að afhenda henni verðlaunin." En það er ljóst að forráðamenn IAAF gera þetta með óbragð í munni. Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Gríski spretthlauparinn Katerina Thanou hefur fengið silfrið fyrir 100 metra hlaup kvenna á HM í Edmonton í Kanada árið 2001 sem Marion Jones vann upphaflega. Jones hefur játað neyslu ólöglegra lyfja og úrskurðaði Alþjóða frjálsíþróttasambandið (IAAF) að hún skyldi skila öllum þeim verðlaunum sem hún vann frá september árið 2000. Sambandið var hins vegar tregt til að afhenda Thanou silfrið þar sem hún hefur sjálf farið í keppnisbann vegna lyfjamáls. Hún sleppti þremur lyfjaprófum skömmu fyrir Ólympíuleikana í Aþenu árið 2004 og var í kjölfarið dæmd í keppnisbann í tvö ár. Alþjóða Ólympíusambandið hefur hins vegar ekki enn ákveðið hvað eigi að gera við þau fimm verðlaun sem Marion Jones vann sér inn á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Í 100 metra hlaupi kvenna á þeim leikum vann Jones gullið og Thanou fékk silfur. Samkvæmt úrskurði IAAF nú ætti Thanou að fá þau verðlaun einnig en Ólympíusambandið hefur gefið til kynna að það muni fylgja fordæmi IAAF. „Það er ekkert annað sem okkur var stætt á að gera," sagði Nick Davies, talsmaður IAAF. „Það liggja engin sönnunargögn fyrir að Thanou hafi brotið í bága við lyfjalög sambandsins á þessum tíma sem þýðir að okkur er skylt að afhenda henni verðlaunin." En það er ljóst að forráðamenn IAAF gera þetta með óbragð í munni.
Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira