Fram með fimm stiga forystu

Framstúlkur náðu í kvöld fimm stiga forystu á toppi N1 deildar kvenna þegar þær unnu öruggan 31-20 sigur á Fylki. Fram hefur 37 stig í efsta sæti deildarinnar, Valur 32 í öðru og leik til góða og Stjarnan hefur 31 stig og á tvo leiki til góða á Fram.