Lewis Hamilton náði sér ekki á strik í Barein-kappakstrinum í Formúlu 1 um helgina og hafnaði í 13. sæti eftir mistök í ræsingu. Hann missti fyrir vikið toppsætið í stigakeppni ökuþóra.
"Ég er mjög vonsvikinn og mér finnst ég hafa brugðist liði mínu. Maður verður að berjast og næla í öll þau stig sem maður getur fengið - og mér mistókst það. Áreksturinn við Alonso kostaði mig keppnina," sagði Bretinn ungi.