Borðtenniskappinn Guðmundur Stephensen og félagar hans í sænska liðinu Eslöv tóku í gær 1-0 forystu í úrslitaeinvíginu um meistaratitilinn í Svíþjóð með 5-3 sigri á Halmstad.
Guðmundur vann báða leiki sína í gær 3-1 og nú vantar lið hans aðeins tvo sigra til að tryggja sér meistaratitilinn.