Framtíð Max Mosley, forseta Alþjóða Akstursíþróttasambandsins, mun ráðast á þingi sambandsins þann 3. júní næstkomandi. Þar mun fara fram leynileg kosning félagsmanna um hvort Mosley þyki stætt á að halda starfinu eftir hneyksli í einkalífinu.
Mosley komst í fréttirnar á dögunum þegar breska blaðið News of the World birti frétt með myndbandi um nasista-kynsvall forsetans með fimm vændiskonum í Lundúnum og hefur þetta vakið hörð viðbrögð forráðamanna í Formúlu 1 - sem og víðar.