Hvað er þjóðarsátt? Þorsteinn Pálsson skrifar 13. júlí 2008 06:00 í gær reistu Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands minnismerki á Flateyri um Einar Odd Kristjánsson. Mikið þarf til að koma þegar allir eru á eitt sáttir um að einn maður hafi átt svo ríkan þátt í að sameina hagsmuni umbjóðenda beggja þessara samtaka þegar mikið lá við. Það gerðist í kjarasamningum sem síðar voru kenndir við þjóðarsátt. Af hálfu Alþýðusambandsins lék Ásmundur Stefánsson þar höfuðhlutverkið ásamt Guðmundi J. Guðmundssyni. Hlutur þeirra var síst minni en eldhugans. Þetta var í byrjun árs 1990. En hugsunin átti sér lengri aðdraganda og forsendur í stefnubreytingu í efnahags- og fjármálum á níunda áratugnum. Nokkrum vikum áður hafði fjármálaráðherrann fengið Alþingi til að samþykkja fjárlög þar sem reiknað var með vaxandi verðbólgu á milli tuttugu og þrjátíu af hundraði. Það var sú sýn sem ríkisstjórnin sjálf hafði á áhrif þeirra gamaldags millifærsluráðstafana sem hún hafði horfið aftur til. Það var gegn þessari vá sem forystumenn á almennum vinnumarkaði risu upp. Þeir tóku einfaldlega til sinna ráða. Árangurinn situr enn í minni manna. Ríkisstjórnir hafa komið og farið af ýmsum ástæðum í gegnum tíðina en engin sitjandi ríkisstjórn hefur verið sett til hliðar við efnahagsstjórnina eins og gerðist í þessu tilviki. En hvað var þessi þjóðarsátt? Orðið er nú um stundir notað um alla skapaða hluti en þó mest um óskhyggju. Margir kalla eftir þjóðarsátt án þess að hafa sjálfir nokkuð til málanna að leggja. Einar Oddur Kristjánsson og Ásmundur Stefánsson vissu hins vegar gjörla hvað var að og hvers þurfti við. Inntak þjóðarsáttarinnar fólst í kjarasamningum þar sem sátt varð um launabreytingar sem þýddu í raun kjararýrnun um tíma. Þetta var kjarninn í ráðagerð til þess að ná niður Þeirri verðbólgu sem þáverandi ríkisstjórn ætlaði að horfa upp á án aðgerða. Með öðru móti var ekki unnt að bæta lífskjörin til framtíðar. Það tókst. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur lýsir í nýlegri grein í Markaði Fréttablaðsins minnisblaðinu sem aðilar vinnumarkaðarins afhentu ríkisstjórninni til framkvæmdar: „Að efni og framsetningu var minnisblaðið eins og efnahagskafli í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar, enda sögðu margir á þessum tíma að þungamiðja landsstjórnarinnar hefði færst úr Stjórnarráðinu til aðila vinnumarkaðarins. Þarna voru beinlínis gefin fyrirmæli um ásættanleg viðskiptakjör og hagvöxt, gengi, vexti, verð á búvörum, verðlag opinberrar þjónustu, þróun neysluvísitölu og launaþróun hjá opinberum starfsmönnum." Ríkisstjórninni var meira að segja gert að ógilda með lögum kjarasamninga sem fjármálaráðherrann hafði sjálfur ný samþykkt og þóttu fela í sér verðbólgutímasprengju. Afturvirkni þeirra laga var síðar dæmd andstæð stjórnarskrá. Fosætisráðherrann á vissulega heiður skilinn fyrir að aftengja verðbólgutímasprengju fjármálaráðherrans þegar honum var ljóst hvað til hans friðar heyrði. Þjóðarsáttin var ekki gjafapakki í silkiumbúðum eins og margir virðast halda nú. Hún snerist um erfiða hluti eins og kjaraskerðingu og nauðsynlegar hliðarráðstafanir. Næsta ríkisstjórn fékk síðan það hlutverk að viðhalda stöðugleikanum með því að hverfa aftur til nútíma efnahagsstjórnar. Vel fer á því að merki þess manns sem hafði nógu sterka hugsjón og sannfæringu til að ryðja lokakafla brautarinnar skuli risið á Flateyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
í gær reistu Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands minnismerki á Flateyri um Einar Odd Kristjánsson. Mikið þarf til að koma þegar allir eru á eitt sáttir um að einn maður hafi átt svo ríkan þátt í að sameina hagsmuni umbjóðenda beggja þessara samtaka þegar mikið lá við. Það gerðist í kjarasamningum sem síðar voru kenndir við þjóðarsátt. Af hálfu Alþýðusambandsins lék Ásmundur Stefánsson þar höfuðhlutverkið ásamt Guðmundi J. Guðmundssyni. Hlutur þeirra var síst minni en eldhugans. Þetta var í byrjun árs 1990. En hugsunin átti sér lengri aðdraganda og forsendur í stefnubreytingu í efnahags- og fjármálum á níunda áratugnum. Nokkrum vikum áður hafði fjármálaráðherrann fengið Alþingi til að samþykkja fjárlög þar sem reiknað var með vaxandi verðbólgu á milli tuttugu og þrjátíu af hundraði. Það var sú sýn sem ríkisstjórnin sjálf hafði á áhrif þeirra gamaldags millifærsluráðstafana sem hún hafði horfið aftur til. Það var gegn þessari vá sem forystumenn á almennum vinnumarkaði risu upp. Þeir tóku einfaldlega til sinna ráða. Árangurinn situr enn í minni manna. Ríkisstjórnir hafa komið og farið af ýmsum ástæðum í gegnum tíðina en engin sitjandi ríkisstjórn hefur verið sett til hliðar við efnahagsstjórnina eins og gerðist í þessu tilviki. En hvað var þessi þjóðarsátt? Orðið er nú um stundir notað um alla skapaða hluti en þó mest um óskhyggju. Margir kalla eftir þjóðarsátt án þess að hafa sjálfir nokkuð til málanna að leggja. Einar Oddur Kristjánsson og Ásmundur Stefánsson vissu hins vegar gjörla hvað var að og hvers þurfti við. Inntak þjóðarsáttarinnar fólst í kjarasamningum þar sem sátt varð um launabreytingar sem þýddu í raun kjararýrnun um tíma. Þetta var kjarninn í ráðagerð til þess að ná niður Þeirri verðbólgu sem þáverandi ríkisstjórn ætlaði að horfa upp á án aðgerða. Með öðru móti var ekki unnt að bæta lífskjörin til framtíðar. Það tókst. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur lýsir í nýlegri grein í Markaði Fréttablaðsins minnisblaðinu sem aðilar vinnumarkaðarins afhentu ríkisstjórninni til framkvæmdar: „Að efni og framsetningu var minnisblaðið eins og efnahagskafli í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar, enda sögðu margir á þessum tíma að þungamiðja landsstjórnarinnar hefði færst úr Stjórnarráðinu til aðila vinnumarkaðarins. Þarna voru beinlínis gefin fyrirmæli um ásættanleg viðskiptakjör og hagvöxt, gengi, vexti, verð á búvörum, verðlag opinberrar þjónustu, þróun neysluvísitölu og launaþróun hjá opinberum starfsmönnum." Ríkisstjórninni var meira að segja gert að ógilda með lögum kjarasamninga sem fjármálaráðherrann hafði sjálfur ný samþykkt og þóttu fela í sér verðbólgutímasprengju. Afturvirkni þeirra laga var síðar dæmd andstæð stjórnarskrá. Fosætisráðherrann á vissulega heiður skilinn fyrir að aftengja verðbólgutímasprengju fjármálaráðherrans þegar honum var ljóst hvað til hans friðar heyrði. Þjóðarsáttin var ekki gjafapakki í silkiumbúðum eins og margir virðast halda nú. Hún snerist um erfiða hluti eins og kjaraskerðingu og nauðsynlegar hliðarráðstafanir. Næsta ríkisstjórn fékk síðan það hlutverk að viðhalda stöðugleikanum með því að hverfa aftur til nútíma efnahagsstjórnar. Vel fer á því að merki þess manns sem hafði nógu sterka hugsjón og sannfæringu til að ryðja lokakafla brautarinnar skuli risið á Flateyri.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun