Tjáir sig um plötu Radiohead 14. október 2008 05:30 jane dyball Dyball mun greina frá mikilvægum upplýsingum varðandi útgáfu plötunnar In Rainbows á ráðstefnunni You Are In Control. Jane Dyball, sem er háttsett hjá útgáfufyrirtæki Radiohead, Warner Chapell Music, hefur í hyggju að greina frá nýjum upplýsingum um útgáfu plötunnar In Rainbows á ráðstefnunni You Are In Control, sem hefst á Íslandi á morgun. Mikil leynd hefur hvílt yfir útgáfu þessarar nýjustu plötu Radiohead, bæði hvernig staðið var að henni og hvernig hún hefur í raun selst. Platan var gefin út á netinu í lok síðasta árs og gátu aðdáendur sveitarinnar ráðið því hvort þeir borguðu fyrir hana, sem var algjör nýlunda á þeim tíma. Uppátækið vakti gríðarlega athygli á plötunni og er Dyball talin hafa átt hvað mestan heiðurinn að því. Að sögn Hauks S. Magnússonar, sem undirbýr ráðstefnuna, standa nú yfir samningaviðræður á milli Dyball og Warner Chappell Music um það hversu mikið hún má segja á ráðstefnunni. „Fólk hefur haft áhuga á að frétta hvernig að þessu var staðið," segir Haukur um In Rainbows-plötuna. „Hún ætlar að uppljóstra nýjum upplýsingum í ávarpi sínu á miðvikudaginn og það hefur rignt yfir okkur fyrirspurnum frá erlendu miðlunum sem ætla að gera þessu skil." Um tvö til þrjú hundruð manns eru væntanlegir á ráðstefnuna, sem verður haldin á Hótel Sögu. Með ráðstefnunni vill Útflutningsráð íslenskrar tónlistar vekja athygli á nýjum viðskiptaháttum og miðlun á hvers kyns menningarefni. - fb Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Jane Dyball, sem er háttsett hjá útgáfufyrirtæki Radiohead, Warner Chapell Music, hefur í hyggju að greina frá nýjum upplýsingum um útgáfu plötunnar In Rainbows á ráðstefnunni You Are In Control, sem hefst á Íslandi á morgun. Mikil leynd hefur hvílt yfir útgáfu þessarar nýjustu plötu Radiohead, bæði hvernig staðið var að henni og hvernig hún hefur í raun selst. Platan var gefin út á netinu í lok síðasta árs og gátu aðdáendur sveitarinnar ráðið því hvort þeir borguðu fyrir hana, sem var algjör nýlunda á þeim tíma. Uppátækið vakti gríðarlega athygli á plötunni og er Dyball talin hafa átt hvað mestan heiðurinn að því. Að sögn Hauks S. Magnússonar, sem undirbýr ráðstefnuna, standa nú yfir samningaviðræður á milli Dyball og Warner Chappell Music um það hversu mikið hún má segja á ráðstefnunni. „Fólk hefur haft áhuga á að frétta hvernig að þessu var staðið," segir Haukur um In Rainbows-plötuna. „Hún ætlar að uppljóstra nýjum upplýsingum í ávarpi sínu á miðvikudaginn og það hefur rignt yfir okkur fyrirspurnum frá erlendu miðlunum sem ætla að gera þessu skil." Um tvö til þrjú hundruð manns eru væntanlegir á ráðstefnuna, sem verður haldin á Hótel Sögu. Með ráðstefnunni vill Útflutningsráð íslenskrar tónlistar vekja athygli á nýjum viðskiptaháttum og miðlun á hvers kyns menningarefni. - fb
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira