Tjáir sig um plötu Radiohead 14. október 2008 05:30 jane dyball Dyball mun greina frá mikilvægum upplýsingum varðandi útgáfu plötunnar In Rainbows á ráðstefnunni You Are In Control. Jane Dyball, sem er háttsett hjá útgáfufyrirtæki Radiohead, Warner Chapell Music, hefur í hyggju að greina frá nýjum upplýsingum um útgáfu plötunnar In Rainbows á ráðstefnunni You Are In Control, sem hefst á Íslandi á morgun. Mikil leynd hefur hvílt yfir útgáfu þessarar nýjustu plötu Radiohead, bæði hvernig staðið var að henni og hvernig hún hefur í raun selst. Platan var gefin út á netinu í lok síðasta árs og gátu aðdáendur sveitarinnar ráðið því hvort þeir borguðu fyrir hana, sem var algjör nýlunda á þeim tíma. Uppátækið vakti gríðarlega athygli á plötunni og er Dyball talin hafa átt hvað mestan heiðurinn að því. Að sögn Hauks S. Magnússonar, sem undirbýr ráðstefnuna, standa nú yfir samningaviðræður á milli Dyball og Warner Chappell Music um það hversu mikið hún má segja á ráðstefnunni. „Fólk hefur haft áhuga á að frétta hvernig að þessu var staðið," segir Haukur um In Rainbows-plötuna. „Hún ætlar að uppljóstra nýjum upplýsingum í ávarpi sínu á miðvikudaginn og það hefur rignt yfir okkur fyrirspurnum frá erlendu miðlunum sem ætla að gera þessu skil." Um tvö til þrjú hundruð manns eru væntanlegir á ráðstefnuna, sem verður haldin á Hótel Sögu. Með ráðstefnunni vill Útflutningsráð íslenskrar tónlistar vekja athygli á nýjum viðskiptaháttum og miðlun á hvers kyns menningarefni. - fb Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Jane Dyball, sem er háttsett hjá útgáfufyrirtæki Radiohead, Warner Chapell Music, hefur í hyggju að greina frá nýjum upplýsingum um útgáfu plötunnar In Rainbows á ráðstefnunni You Are In Control, sem hefst á Íslandi á morgun. Mikil leynd hefur hvílt yfir útgáfu þessarar nýjustu plötu Radiohead, bæði hvernig staðið var að henni og hvernig hún hefur í raun selst. Platan var gefin út á netinu í lok síðasta árs og gátu aðdáendur sveitarinnar ráðið því hvort þeir borguðu fyrir hana, sem var algjör nýlunda á þeim tíma. Uppátækið vakti gríðarlega athygli á plötunni og er Dyball talin hafa átt hvað mestan heiðurinn að því. Að sögn Hauks S. Magnússonar, sem undirbýr ráðstefnuna, standa nú yfir samningaviðræður á milli Dyball og Warner Chappell Music um það hversu mikið hún má segja á ráðstefnunni. „Fólk hefur haft áhuga á að frétta hvernig að þessu var staðið," segir Haukur um In Rainbows-plötuna. „Hún ætlar að uppljóstra nýjum upplýsingum í ávarpi sínu á miðvikudaginn og það hefur rignt yfir okkur fyrirspurnum frá erlendu miðlunum sem ætla að gera þessu skil." Um tvö til þrjú hundruð manns eru væntanlegir á ráðstefnuna, sem verður haldin á Hótel Sögu. Með ráðstefnunni vill Útflutningsráð íslenskrar tónlistar vekja athygli á nýjum viðskiptaháttum og miðlun á hvers kyns menningarefni. - fb
Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira