Þriðji sigur Massa í röð í Tyrklandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. maí 2008 13:50 Felipe Massa ók til sigurs í dag. Nordic Photos / Getty Images Þriðja árið í röð vann Brasilíumaðurinn Felipe Massa sigur í tyrkneska kappasktrinum í Formúlu 1. Lewis Hamilton varð annar. Massa var á ráspól en Hamilton reyndi sitt allra besta til að skáka honum. Sá enski náði að taka fram úr Massa um miðja keppnina en þar sem hann þurfti að stoppa þrisvar á viðgerðarsvæðinu dugði það aðeins til að hafa betur gegn Kimi Raikkönen í baráttunni um annað sætið. Báðir Ferrari-mennirnir, Massa og Raikkönen, stoppuðu tvisvar á viðgerðarsvæðinu sem þykir nokkuð hefðbundið. Hamilton náði með árangrinum í dag að minnka forskot Raikkönen í stigakeppni ökuþóra í sjö stig. Massa er með jafn mörg stig og Hamilton í stigakeppninni. Ferrari hafði haft mikla yfirburði í síðustu tveimur keppnum en McLaren gekk mun betur í dag að veita þeim einhverja samkeppni. Félagi Hamilton, Heikki Kovalainen, var í öðru sæti á ráspól en varð fyrir þeirri óheppni að sprengja dekk strax á fyrsta hring og varð á endanum í tólfta sæti.Úrslitin í dag: 1. Massa, Ferrari 2. Hamilton, McLaren 3. Raikkönen, Ferrari 4. Kubica, BMW Sauber 5. Heidfeld, BMW Sauber 6. Alonso, Renault 7. Webber, Red Bull 8. Rosberg, Williams Formúla Mest lesið Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þriðja árið í röð vann Brasilíumaðurinn Felipe Massa sigur í tyrkneska kappasktrinum í Formúlu 1. Lewis Hamilton varð annar. Massa var á ráspól en Hamilton reyndi sitt allra besta til að skáka honum. Sá enski náði að taka fram úr Massa um miðja keppnina en þar sem hann þurfti að stoppa þrisvar á viðgerðarsvæðinu dugði það aðeins til að hafa betur gegn Kimi Raikkönen í baráttunni um annað sætið. Báðir Ferrari-mennirnir, Massa og Raikkönen, stoppuðu tvisvar á viðgerðarsvæðinu sem þykir nokkuð hefðbundið. Hamilton náði með árangrinum í dag að minnka forskot Raikkönen í stigakeppni ökuþóra í sjö stig. Massa er með jafn mörg stig og Hamilton í stigakeppninni. Ferrari hafði haft mikla yfirburði í síðustu tveimur keppnum en McLaren gekk mun betur í dag að veita þeim einhverja samkeppni. Félagi Hamilton, Heikki Kovalainen, var í öðru sæti á ráspól en varð fyrir þeirri óheppni að sprengja dekk strax á fyrsta hring og varð á endanum í tólfta sæti.Úrslitin í dag: 1. Massa, Ferrari 2. Hamilton, McLaren 3. Raikkönen, Ferrari 4. Kubica, BMW Sauber 5. Heidfeld, BMW Sauber 6. Alonso, Renault 7. Webber, Red Bull 8. Rosberg, Williams
Formúla Mest lesið Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira