Staða Kubica vonlítil í titilslagnum 18. október 2008 13:12 Robert Kubica telur litlar líkur á því að hann nái að skáka Hamilton og Massa í titilslagnum. Mynd: Getty Images Staða Robert Kubica í stigamótinu í Formúlu 1 er harla vonlítill eftir tímatökuna í morgun. Hann náð aðeins tólfta besta tíma, en var færður upp um eitt sæti á ráslínu, eftir að Mark Webber var færður niður um tíu sæti vegna vélaskipta. Kubica er 12 stigum á eftir Lewis Hamilton í stigamótinu og 7 stigum á eftir Felipe Massa. Hámarksstig út úr mótunum tveimur eru 20 stig fyrir sigur og það verður því þungur róður fyrir Kubica að sækja á toppmennina tvo í ljósi stöðunnar á ráslínu. Kubica hefur verið í vandræðum með bíl sinn alla helgina og náði honum ekki góðum fyrir lokaumferð tímatökunnar. "Ég er alls ekki í góðum málum. En ég hef séð það verra. Verst er að ég get ekki breytt bílnum núna, það er ekki leyfilegt", sagði Kubica. "Ég mun reyna að ná í sem flest stig, en það er nánast borinn von að ég geti náði í 13 stig í tveimur mótum úr þessu. En í heildina litið er ég ánægður með gang mála hjá BMW í mótum ársins. Ég hef gert mistök sem kostuðu dýrmæt stig og ég var stundum óheppinn með innkomu öryggisbílsins. Um tíma fannst mér vanta meiri þróunarvinnu hjá BMW, en ég var allavega að slást um titilinn. Svo er þetta nú ekki alveg búið ennþá", sagði Kubica. Sjá nánar um mótið sem verður í beinni útsendingu kl. 06.30 á sunnudagsmorgun á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Staða Robert Kubica í stigamótinu í Formúlu 1 er harla vonlítill eftir tímatökuna í morgun. Hann náð aðeins tólfta besta tíma, en var færður upp um eitt sæti á ráslínu, eftir að Mark Webber var færður niður um tíu sæti vegna vélaskipta. Kubica er 12 stigum á eftir Lewis Hamilton í stigamótinu og 7 stigum á eftir Felipe Massa. Hámarksstig út úr mótunum tveimur eru 20 stig fyrir sigur og það verður því þungur róður fyrir Kubica að sækja á toppmennina tvo í ljósi stöðunnar á ráslínu. Kubica hefur verið í vandræðum með bíl sinn alla helgina og náði honum ekki góðum fyrir lokaumferð tímatökunnar. "Ég er alls ekki í góðum málum. En ég hef séð það verra. Verst er að ég get ekki breytt bílnum núna, það er ekki leyfilegt", sagði Kubica. "Ég mun reyna að ná í sem flest stig, en það er nánast borinn von að ég geti náði í 13 stig í tveimur mótum úr þessu. En í heildina litið er ég ánægður með gang mála hjá BMW í mótum ársins. Ég hef gert mistök sem kostuðu dýrmæt stig og ég var stundum óheppinn með innkomu öryggisbílsins. Um tíma fannst mér vanta meiri þróunarvinnu hjá BMW, en ég var allavega að slást um titilinn. Svo er þetta nú ekki alveg búið ennþá", sagði Kubica. Sjá nánar um mótið sem verður í beinni útsendingu kl. 06.30 á sunnudagsmorgun á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá.
Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira