Lokamótið auðveldara fyrir Massa en Hamilton 27. október 2008 13:47 Felipe Massa og Rob Smedley stefna á sigur í Brasilíu um næstu helgi. mynd: kappakstur.is Brasilíumaðurinn Felipe Massa telur að það verði auðveldara fyrir hann en Lewis Hamilton að ná settu marki um næstu helgi. Massa verður að sækja en Hamilton að verja sjö stiga forskot. "Það verður erfiðara fyrir Hamilton en mig um næstu helgi. Ég þarf að stefna á sigur og vona það besta. Vissulega mun Hamilton reyna að þjarma að mér, en hann getur bara klúðrað þessu og það er meiri pressa á honum en mér", sagði Massa um mótið á heimavelli um næstu helgi. Hamilton nægir fimmta sætið þó Massa vinni, en McLaren ætlar ekki bara að leika varnarhlutverk. McLaren gaf það út í dag að nýr afturvængur mun prýða bíl Hamilton um næstu helgi auk fleiri hluta sem eiga að gera hann hraðskreiðari. "Við vitum mætavel að titilinn er ekki í höfn hjá McLaren, þó Hamilton sé með forskot á Massa. Við verðum að halda einbeitingu og vanda til verka í lokamótinu. Hamilton verður betri og betri með hverju mótinu og engin hefur byrjað feril sinn eins vel og hann", sagði Ron Dennis framkvæmdarstjóri McLaren. Hamilton glopraði titilinum í lokamótinu í fyrra og var þá með sjö stiga forskot rétt eins og núna. Mótið í Brasilíu var háspennumót frá upphafi til enda, en Kimi Raikkönen varð meistari með eins stigs mun. Ferrari varð í fyrsta og öðru sæti í Brasilíu og nokkrir ökumenn virðast styðja Massa fremur en Hamilton og spurning hvort þeir blanda sér í titilslaginn á einhvern hátt. Hamilton vann þó öruggan sigur í síðasta móti og er hvergi hræddur við lokamótið. Mest lesið Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa telur að það verði auðveldara fyrir hann en Lewis Hamilton að ná settu marki um næstu helgi. Massa verður að sækja en Hamilton að verja sjö stiga forskot. "Það verður erfiðara fyrir Hamilton en mig um næstu helgi. Ég þarf að stefna á sigur og vona það besta. Vissulega mun Hamilton reyna að þjarma að mér, en hann getur bara klúðrað þessu og það er meiri pressa á honum en mér", sagði Massa um mótið á heimavelli um næstu helgi. Hamilton nægir fimmta sætið þó Massa vinni, en McLaren ætlar ekki bara að leika varnarhlutverk. McLaren gaf það út í dag að nýr afturvængur mun prýða bíl Hamilton um næstu helgi auk fleiri hluta sem eiga að gera hann hraðskreiðari. "Við vitum mætavel að titilinn er ekki í höfn hjá McLaren, þó Hamilton sé með forskot á Massa. Við verðum að halda einbeitingu og vanda til verka í lokamótinu. Hamilton verður betri og betri með hverju mótinu og engin hefur byrjað feril sinn eins vel og hann", sagði Ron Dennis framkvæmdarstjóri McLaren. Hamilton glopraði titilinum í lokamótinu í fyrra og var þá með sjö stiga forskot rétt eins og núna. Mótið í Brasilíu var háspennumót frá upphafi til enda, en Kimi Raikkönen varð meistari með eins stigs mun. Ferrari varð í fyrsta og öðru sæti í Brasilíu og nokkrir ökumenn virðast styðja Massa fremur en Hamilton og spurning hvort þeir blanda sér í titilslaginn á einhvern hátt. Hamilton vann þó öruggan sigur í síðasta móti og er hvergi hræddur við lokamótið.
Mest lesið Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira