Tími breytinga í Kauphöll Íslands Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. júní 2008 00:01 Fyrir helgi var samþykkt á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa. Svona fram sett er þessi staðreynd kannski ekki til þess fallin að fólk kippist við af æsingi, en breytingin er hins vegar mikilvægari en gæti virst við fyrstu sýn. Breytt lög eru nefnilega forsenda þess að hér geti í haust hafist í Kauphöll Íslands viðskipti með hlutabréf skráð í evrum. „Undirbúningur hjá öllum er í fullum gangi. Við stefnum að því að þessi viðskipti hefjist 24. nóvember,“ sagði enda Einar Sigurjónsson, forstjóri Verðbréfaskráningar Íslands, í frétt Markaðarins í Fréttablaðinu á föstudag. Á sama tíma er ástæða til þess að velta fyrir sér stöðu Kauphallarinnar. Þessa dagana einkennir ládeyða viðskipti þar og skyldi engan undra. Óvissa er enn mikil í skugga lausafjárþurrðar á alþjóðamörkuðum, kaupendahliðin fátækleg og fjárfestar halda að sér höndum. Úr verður ástand sem ómögulegt er að spá fyrir um hversu lengi varir. Þá er áhyggjuefni hversu mörg félög eru við það að hverfa úr Kauphöllinni. Fari svo að SPRON renni saman við Kaupþing eru þau sjö talsins. Hvískrað er um að fleiri kunni að vera á útleið. Við slíka blóðtöku eykst einsleitni Kauphallarinnar og vægi fjármálafyrirtækja í vísitölum hennar eykst enn. Til lítils er fyrir fjárfesti að ætla að dreifa áhættu með kaupum í Úrvalsvísitölunni, ef hann gæti eins sett peningana í nokkra banka. Þá eru litlar líkur á að önnur fyrirtæki komi í næstu bráð í staðinn fyrir þau sem hverfa, vegna þess hve erfitt er um þessar mundir að afla fjár á markaði. Sömuleiðis er fækkun skráðra fyrirtækja áhyggjuefni fyrir stofnanir á borð við Seðlabanka Íslands, sem reiðir sig á upplýsingar af markaði við spágerð og áætlanir. Skráð fyrirtæki taka á sig mikla upplýsingaskyldu, en mun tregar gengur að nálgast upplýsingar frá óskráðum fyrirtækjum. Svartnættið er hins vegar ekki algjört. Einnig má líta svo á að í sumum tilvikum hið minnsta sé um nauðsynlega hreinsun að ræða í Kauphöllinni og óvíst að öll fyrirtæki hafi átt þangað erindi til að byrja með. Annars staðar hefur markaðsárferðið orðið til þess að velta með bréf félaganna hefur nánast staðnað og gríðarlegir efnahagsörðugleikar orðið til þess að hlutir færast á færri hendur. Með evruskráningu hlutabréfa í byrjun næsta vetrar og tækifærum sem hún kann að hafa í för með sér, þegar fjarlægður er sá þröskuldur sem krónan er erlendum fjárfestum, fjölgar líka tækifærum Kauphallarinnar. Þá má ekki gleymast að þótt félög hverfi úr Kauphöllinni standa eftir öflug félög. Þá bíða einhver, svo sem Promens, sem boðað hafa skráningu í evrum á næsta ári. Eins bera forsvarsmenn erlendra kauphalla sig vel. „Færa má fyrir því rök að aldrei hafi verið betra að stunda kauphallarviðskipti,“ sagði til dæmis Clara Furse, forstjóri Lundúnakauphallarinnar (LSE), nýlega í spjalli við tímaritið The Economist. Víða hafa nefnilega blómstrað viðskipti með hvers kyns afleiddar vörur á fjármálamarkaði. Með það í huga má horfa með nokkurri bjartsýni til frumvarps (sem reyndar hefur verið frestað til haustsins) sem heimilar lífeyrissjóðum að lána hlutabréf, en það er forsenda þess að hér verði komið á svokölluðum skortsölumarkaði og þau viðskipti með það dregin fram í dagsljósið úr þeim skúmaskotum þar sem þau eru núna stunduð. Hins vegar hjálpar ekki til óvissuástand sem enn ríkir þrátt fyrir afar jákvæð skref sem tekin hafa verið í styrkingu gjaldeyrisforða landsins. Núna er beðið stórrar lántöku íslenska ríkisins til styrktar gjaldeyrisforðanum. Óljóst er á hvaða kjörum ríkið fær tekið lán, en um leið ljóst að bankarnir horfa til lántöku ríkisins sem nokkurs konar mælistiku á hvaða kjör þeim kunni sjálfum að bjóðast í stórum skuldabréfaútgáfum. Í eðlilegu árferði mætti gera ráð fyrir að umframálag bankanna miðað við ríkið næmi 10 til 20 punktum. En eins og málum er háttað nú er fremur gert ráð fyrir að kjör þeirra verði 50 til 60 punktum lakari. Í öllu falli er ljóst að fjárfestar finna tæpast sjálfstraustið fyrr en sér fyrir endann á hremmingum fjármálaheimsins og um leið á því skorti á trausti sem fjármálakerfið hér býr við á alþjóðavettvangi. Seðlabankinn og ríkið hafa tekið stór skref í rétta átt með lánalínum og heimild til frekari lántöku til styrkingar gjaldeyrisforða landsins. Nú þarf bara að ljúka þessu ferðalagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson Skoðun
Fyrir helgi var samþykkt á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa. Svona fram sett er þessi staðreynd kannski ekki til þess fallin að fólk kippist við af æsingi, en breytingin er hins vegar mikilvægari en gæti virst við fyrstu sýn. Breytt lög eru nefnilega forsenda þess að hér geti í haust hafist í Kauphöll Íslands viðskipti með hlutabréf skráð í evrum. „Undirbúningur hjá öllum er í fullum gangi. Við stefnum að því að þessi viðskipti hefjist 24. nóvember,“ sagði enda Einar Sigurjónsson, forstjóri Verðbréfaskráningar Íslands, í frétt Markaðarins í Fréttablaðinu á föstudag. Á sama tíma er ástæða til þess að velta fyrir sér stöðu Kauphallarinnar. Þessa dagana einkennir ládeyða viðskipti þar og skyldi engan undra. Óvissa er enn mikil í skugga lausafjárþurrðar á alþjóðamörkuðum, kaupendahliðin fátækleg og fjárfestar halda að sér höndum. Úr verður ástand sem ómögulegt er að spá fyrir um hversu lengi varir. Þá er áhyggjuefni hversu mörg félög eru við það að hverfa úr Kauphöllinni. Fari svo að SPRON renni saman við Kaupþing eru þau sjö talsins. Hvískrað er um að fleiri kunni að vera á útleið. Við slíka blóðtöku eykst einsleitni Kauphallarinnar og vægi fjármálafyrirtækja í vísitölum hennar eykst enn. Til lítils er fyrir fjárfesti að ætla að dreifa áhættu með kaupum í Úrvalsvísitölunni, ef hann gæti eins sett peningana í nokkra banka. Þá eru litlar líkur á að önnur fyrirtæki komi í næstu bráð í staðinn fyrir þau sem hverfa, vegna þess hve erfitt er um þessar mundir að afla fjár á markaði. Sömuleiðis er fækkun skráðra fyrirtækja áhyggjuefni fyrir stofnanir á borð við Seðlabanka Íslands, sem reiðir sig á upplýsingar af markaði við spágerð og áætlanir. Skráð fyrirtæki taka á sig mikla upplýsingaskyldu, en mun tregar gengur að nálgast upplýsingar frá óskráðum fyrirtækjum. Svartnættið er hins vegar ekki algjört. Einnig má líta svo á að í sumum tilvikum hið minnsta sé um nauðsynlega hreinsun að ræða í Kauphöllinni og óvíst að öll fyrirtæki hafi átt þangað erindi til að byrja með. Annars staðar hefur markaðsárferðið orðið til þess að velta með bréf félaganna hefur nánast staðnað og gríðarlegir efnahagsörðugleikar orðið til þess að hlutir færast á færri hendur. Með evruskráningu hlutabréfa í byrjun næsta vetrar og tækifærum sem hún kann að hafa í för með sér, þegar fjarlægður er sá þröskuldur sem krónan er erlendum fjárfestum, fjölgar líka tækifærum Kauphallarinnar. Þá má ekki gleymast að þótt félög hverfi úr Kauphöllinni standa eftir öflug félög. Þá bíða einhver, svo sem Promens, sem boðað hafa skráningu í evrum á næsta ári. Eins bera forsvarsmenn erlendra kauphalla sig vel. „Færa má fyrir því rök að aldrei hafi verið betra að stunda kauphallarviðskipti,“ sagði til dæmis Clara Furse, forstjóri Lundúnakauphallarinnar (LSE), nýlega í spjalli við tímaritið The Economist. Víða hafa nefnilega blómstrað viðskipti með hvers kyns afleiddar vörur á fjármálamarkaði. Með það í huga má horfa með nokkurri bjartsýni til frumvarps (sem reyndar hefur verið frestað til haustsins) sem heimilar lífeyrissjóðum að lána hlutabréf, en það er forsenda þess að hér verði komið á svokölluðum skortsölumarkaði og þau viðskipti með það dregin fram í dagsljósið úr þeim skúmaskotum þar sem þau eru núna stunduð. Hins vegar hjálpar ekki til óvissuástand sem enn ríkir þrátt fyrir afar jákvæð skref sem tekin hafa verið í styrkingu gjaldeyrisforða landsins. Núna er beðið stórrar lántöku íslenska ríkisins til styrktar gjaldeyrisforðanum. Óljóst er á hvaða kjörum ríkið fær tekið lán, en um leið ljóst að bankarnir horfa til lántöku ríkisins sem nokkurs konar mælistiku á hvaða kjör þeim kunni sjálfum að bjóðast í stórum skuldabréfaútgáfum. Í eðlilegu árferði mætti gera ráð fyrir að umframálag bankanna miðað við ríkið næmi 10 til 20 punktum. En eins og málum er háttað nú er fremur gert ráð fyrir að kjör þeirra verði 50 til 60 punktum lakari. Í öllu falli er ljóst að fjárfestar finna tæpast sjálfstraustið fyrr en sér fyrir endann á hremmingum fjármálaheimsins og um leið á því skorti á trausti sem fjármálakerfið hér býr við á alþjóðavettvangi. Seðlabankinn og ríkið hafa tekið stór skref í rétta átt með lánalínum og heimild til frekari lántöku til styrkingar gjaldeyrisforða landsins. Nú þarf bara að ljúka þessu ferðalagi.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun