Heikki Kovalainen hefur fengið grænt ljós frá læknum McLaren-liðsins og keppir fyrir hönd þess í Formúlukeppninni í Tyrklandi.
Kovalainen lenti í hörðum árekstri er hann skall á vegg á miklum hraða í síðustu keppni á Spáni. Hann slasaðist ekkert en man þó ekkert eftir atvikinu.
Hann sagðist aðallega vera með smá hausverk og var stirður í hálsi.
„Það er ekki hættulaust að keppa í Formúlunni," sagði Kovalainen. „Sem ökumaður er maður fullmeðvitaður um það en maður hugsar ekki um það. Ef maður hefur áhyggjur af slíkum hlutum missir maður einbeitinguna," sagði hann.
„Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur í bílinn og keppa um næstu helgi."
Kovalainen keppir í Tyrklandi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti


„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti



Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



Sjáðu þrennu Karólínu Leu
Fótbolti