Vill helst spila á Akureyri 3. september 2008 10:02 Árni er kominn heim í heiðardalinn og vonast til þess að spila með Akureyri í vetur. mynd/ole nielsen Handknattleikskappinn Árni Þór Sigtryggsson er enn án félags þegar stutt er í að Íslandsmótið hefjist. Hann er búsettur á Akureyri, er byrjaður þar í skóla og segist helst kjósa að spila þar. Það muni þó skýrast á næstu dögum. Mörg félög í N1-deild karla bítast um að fá örvhentu skyttuna Árna Þór Sigtryggsson í raðir sínar fyrir næsta tímabil og nægir þar að nefna félög á borð við Val og HK. Árni Þór sneri heim í sumar eftir skamma dvöl á Spáni og hefur verið búsettur í uppeldisbæ sínum, Akureyri, síðan hann kom heim. Hefur hann verið að æfa með Akureyrarliðinu og spilaði einnig með þeim á opna Reykjavíkurmótinu um síðustu helgi. „Það var alltaf fyrsti kostur hjá mér að spila með Akureyri og er það í raun enn," sagði Árni Þór sem hefur þó ekki enn fengist til þess að skrifa undir samning við félagið. „Það er verið að vinna í því að hafa alvöru lið hérna heima. Ef það gengur upp þá geri ég fastlega ráð fyrir því að vera hérna áfram. Við erum með ágætis lið en vantar samt styrkingu. Mér skilst að það sé allt að gerast og vonandi gengur það eftir. Það er víst verið að skoða einhverja útlendinga," sagði Árni Þór og bætir við að lítil stemning sé fyrir því meðal heimamanna að senda lið til þess eins að vera með. Akureyri hefur misst nokkuð af mönnum í sumar og þar á meðal skytturnar Magnús Stefánsson og Einar Loga Friðjónsson. Árni Þór er byrjaður í skóla á Akureyri en hann á eitt og hálft ár eftir af verkfræðinámi sem hann stefnir á að klára eins fljótt og mögulegt er. Hann yrði líklega að fórna önninni ef hann ákvæði að fara suður til þess að spila handbolta en enginn skortur er á tilboðum að sunnan. „Það eru vissulega möguleikar í stöðunni fyrir mig. Það er samt allt í skoðun og vonandi skýrast málin sem allra fyrst. Vonandi get ég einnig spilað hér heima fyrir mitt lið og mitt fólk," sagði Árni Þór. henry@frettabladid.is Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira
Handknattleikskappinn Árni Þór Sigtryggsson er enn án félags þegar stutt er í að Íslandsmótið hefjist. Hann er búsettur á Akureyri, er byrjaður þar í skóla og segist helst kjósa að spila þar. Það muni þó skýrast á næstu dögum. Mörg félög í N1-deild karla bítast um að fá örvhentu skyttuna Árna Þór Sigtryggsson í raðir sínar fyrir næsta tímabil og nægir þar að nefna félög á borð við Val og HK. Árni Þór sneri heim í sumar eftir skamma dvöl á Spáni og hefur verið búsettur í uppeldisbæ sínum, Akureyri, síðan hann kom heim. Hefur hann verið að æfa með Akureyrarliðinu og spilaði einnig með þeim á opna Reykjavíkurmótinu um síðustu helgi. „Það var alltaf fyrsti kostur hjá mér að spila með Akureyri og er það í raun enn," sagði Árni Þór sem hefur þó ekki enn fengist til þess að skrifa undir samning við félagið. „Það er verið að vinna í því að hafa alvöru lið hérna heima. Ef það gengur upp þá geri ég fastlega ráð fyrir því að vera hérna áfram. Við erum með ágætis lið en vantar samt styrkingu. Mér skilst að það sé allt að gerast og vonandi gengur það eftir. Það er víst verið að skoða einhverja útlendinga," sagði Árni Þór og bætir við að lítil stemning sé fyrir því meðal heimamanna að senda lið til þess eins að vera með. Akureyri hefur misst nokkuð af mönnum í sumar og þar á meðal skytturnar Magnús Stefánsson og Einar Loga Friðjónsson. Árni Þór er byrjaður í skóla á Akureyri en hann á eitt og hálft ár eftir af verkfræðinámi sem hann stefnir á að klára eins fljótt og mögulegt er. Hann yrði líklega að fórna önninni ef hann ákvæði að fara suður til þess að spila handbolta en enginn skortur er á tilboðum að sunnan. „Það eru vissulega möguleikar í stöðunni fyrir mig. Það er samt allt í skoðun og vonandi skýrast málin sem allra fyrst. Vonandi get ég einnig spilað hér heima fyrir mitt lið og mitt fólk," sagði Árni Þór. henry@frettabladid.is
Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira