Stímfjárfestar tapa hundruðum milljóna 2. desember 2008 18:45 Fjárfestarnir sem lögðu út í Stím ævintýrið hafa hver um sig tapað hundruðum milljóna króna. Hlutahafahópur Stíms samanstendur af þremur vestfirskum vinum, föður eins þeirra og þremur fjármálafyrirtækjum. Jakob Valgeir Flosason, stjórnarmaður Stíms, birti í yfirlýsingu sinni hluthafalista félagsins. Stærsti eigandi félagsins er félag stofnað af gamla Glitni sem á 32,5%. Gunnar Torfason, kunningi Jakobs Valgeirs og sjávarútvegsfræðingur, athafnamaður og fjárfestir átti 15 prósent. SPV fjárfesting hf, félag í eigu Byrs, átti 10% en einn af stærstu hluthöfum Byrs er Glitnir. BLÓ ehf á þá 10% hlut í Stím en það félag er að fullu í eigu Óskars Eyjólfssonar. Hann seldi Frumherja í byrjun árs 2007 til félags í eigu Finns Ingólfssonar. Ofjarl á einnig 10% en eigendur þess félags er Jakob Valgeir Flosason og Ástmar Ingvarsson. Jakob Valgeir er framkvæmdastjóri og stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Jakobs Valgeirs á Bolungarvík. Ástmar er eigandi bílasölunnar Bílaborgar í Reykjavík. Auk þess eiga Jakob Valgeir og Ástmar 2,5 prósent í Stím hvor. Viðskiptavinir Saga Capital fjárfestingarbanka eiga 8,75% og Saga Capital á sjálfur á 6,25%. Það félag á einnig tæpt prósent í Byr. Að síðustu á Flosi Valgeir Jakobsson, faðir Jakobs Valgeirs, 2,5 prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu þessir fjárfestar fram 5 milljarða í eigið fé í viðskiptum Stíms. Félagið keypti hlutabréf í Glitni og FL Group. Reyndar hefur stærsti hluti bréfanna í FL og Glitni verið seldur en Stím átti 0,66% hlut þegar FL var afskráð og 0,87% hlut í Glitni þegar bankinn var þjóðnýttur. Ljóst er að þeir fjárfestar sem tóku þátt í Stím ævintýrinu hafa tapað hundruðum milljóna hver. Félagið sem var stofnað af gamla Glitni hefur tapað um 1,6 milljarði, Gunnar Torfason 750 milljónum, SPV, BLÓ og Ofjarl 500 milljónum hvert, viðskiptavinir Saga Capital rúmum 437 milljörðum, Saga Capital rúmum 312, Ástmar og feðgarnir Jakob Valgeir og Flosi Jakob 125 milljónum hver. Stím málið Mest lesið Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Fjárfestarnir sem lögðu út í Stím ævintýrið hafa hver um sig tapað hundruðum milljóna króna. Hlutahafahópur Stíms samanstendur af þremur vestfirskum vinum, föður eins þeirra og þremur fjármálafyrirtækjum. Jakob Valgeir Flosason, stjórnarmaður Stíms, birti í yfirlýsingu sinni hluthafalista félagsins. Stærsti eigandi félagsins er félag stofnað af gamla Glitni sem á 32,5%. Gunnar Torfason, kunningi Jakobs Valgeirs og sjávarútvegsfræðingur, athafnamaður og fjárfestir átti 15 prósent. SPV fjárfesting hf, félag í eigu Byrs, átti 10% en einn af stærstu hluthöfum Byrs er Glitnir. BLÓ ehf á þá 10% hlut í Stím en það félag er að fullu í eigu Óskars Eyjólfssonar. Hann seldi Frumherja í byrjun árs 2007 til félags í eigu Finns Ingólfssonar. Ofjarl á einnig 10% en eigendur þess félags er Jakob Valgeir Flosason og Ástmar Ingvarsson. Jakob Valgeir er framkvæmdastjóri og stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Jakobs Valgeirs á Bolungarvík. Ástmar er eigandi bílasölunnar Bílaborgar í Reykjavík. Auk þess eiga Jakob Valgeir og Ástmar 2,5 prósent í Stím hvor. Viðskiptavinir Saga Capital fjárfestingarbanka eiga 8,75% og Saga Capital á sjálfur á 6,25%. Það félag á einnig tæpt prósent í Byr. Að síðustu á Flosi Valgeir Jakobsson, faðir Jakobs Valgeirs, 2,5 prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu þessir fjárfestar fram 5 milljarða í eigið fé í viðskiptum Stíms. Félagið keypti hlutabréf í Glitni og FL Group. Reyndar hefur stærsti hluti bréfanna í FL og Glitni verið seldur en Stím átti 0,66% hlut þegar FL var afskráð og 0,87% hlut í Glitni þegar bankinn var þjóðnýttur. Ljóst er að þeir fjárfestar sem tóku þátt í Stím ævintýrinu hafa tapað hundruðum milljóna hver. Félagið sem var stofnað af gamla Glitni hefur tapað um 1,6 milljarði, Gunnar Torfason 750 milljónum, SPV, BLÓ og Ofjarl 500 milljónum hvert, viðskiptavinir Saga Capital rúmum 437 milljörðum, Saga Capital rúmum 312, Ástmar og feðgarnir Jakob Valgeir og Flosi Jakob 125 milljónum hver.
Stím málið Mest lesið Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur