Di Grassi kveðst líklegur arftaki Piquet 24. október 2008 10:58 Lucas di Grassi hefur verið þróunarökumaður og stendur hér að baki Alonso og Piquet ásamt Roman Grosejan. Mynd: Getty Images Brasilíumaðurinn Lucas di Grassi segist vongóður um að taka sæti Nelson Piquet hjá Renault á næsta keppnistímabili. Piquet hefur verið mistækur á árinu, en di Grassi var í fremstu röð í GP 2 mótaröðinni á árinu, auk þess að vera þróunarökumaður Renault. GP 2 mótaröðin hefur alið af sér marga Formúlu 1 ökumenn og Flavio Briatore hjá Renault gaf það í skyn á dögunum að Piquet gæti verið á útleið. "Ég vil stíga næsta skref og komast í Formúlu 1 og það er góður möguleiki á að ég verði í þeirri mótaröð á næsta ári. Renault er fyrsti kostur minn, en ef ég fæ leyfi, þá myndi ég leit til annarra liða," sagði di Grassi. Honda og Torro Rosso eiga enn eftir að staðfesta ökumenn sína og reyndar Renault líka, en flest bendir til að Fernando Alonso verði áfram hjá liðinu. "Þetta er undir Renault komið, sem hefur fyrsta rétt á störfum mínum. Ég er að bíða eftir ákvörðun þeirra, eða hvort ég fæ leyfi til að tala við aðra aðila," sagði di Grassi. Báðir ökumenn eru Brasilíumenn og lokamótið í Formúlunni verður einmitt í Brasilíu um aðra helgi. Þá ræðst hvort Brasilíumaðurinn Felipe Massa eða Bretinn Lewis Hamilton verður heimsmeistari. Mest lesið Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Brasilíumaðurinn Lucas di Grassi segist vongóður um að taka sæti Nelson Piquet hjá Renault á næsta keppnistímabili. Piquet hefur verið mistækur á árinu, en di Grassi var í fremstu röð í GP 2 mótaröðinni á árinu, auk þess að vera þróunarökumaður Renault. GP 2 mótaröðin hefur alið af sér marga Formúlu 1 ökumenn og Flavio Briatore hjá Renault gaf það í skyn á dögunum að Piquet gæti verið á útleið. "Ég vil stíga næsta skref og komast í Formúlu 1 og það er góður möguleiki á að ég verði í þeirri mótaröð á næsta ári. Renault er fyrsti kostur minn, en ef ég fæ leyfi, þá myndi ég leit til annarra liða," sagði di Grassi. Honda og Torro Rosso eiga enn eftir að staðfesta ökumenn sína og reyndar Renault líka, en flest bendir til að Fernando Alonso verði áfram hjá liðinu. "Þetta er undir Renault komið, sem hefur fyrsta rétt á störfum mínum. Ég er að bíða eftir ákvörðun þeirra, eða hvort ég fæ leyfi til að tala við aðra aðila," sagði di Grassi. Báðir ökumenn eru Brasilíumenn og lokamótið í Formúlunni verður einmitt í Brasilíu um aðra helgi. Þá ræðst hvort Brasilíumaðurinn Felipe Massa eða Bretinn Lewis Hamilton verður heimsmeistari.
Mest lesið Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira