McLaren frumsýnir með pompi og prakt 2. desember 2008 10:00 Lewis Hamilton fær nýjan McLaren fák frá Ron Dennis í janúar. mynd: Getty Images McLaren liðið mun frumsýna 2009 keppnisbíl sinn í janúar á næsta ári í höfuðstöðvum liðsins í Woking I Surrey í Bretlandi. Bílar næsta árs verða mikið breyttir frá þessu keppnistímabili og segja má að efnaminni liðin eigi meiri möguleika en síðustu ár. Búið er að einfalda yfirbyggingar bílanna með nýjum reglum. Þá verða þeir á raufalausum dekkjum og með ýmsan búnað sem öll lið verða að nota. Þetta er gert til að minnka kostnað. McLaren frumsýnir fyrir framan fjölda gesta og fréttamanna, en Toyota hefur ákveðið að senda myndir af bílum sínum í tölvupósti til að spara. Í fyrra gerði Ferrari slíkt hið sama, bannaði myndatökur á frumsýningu liðsins, en það var vegna njósnamálsins umtalaða. McLaren mun prófa 2008 bíl með 2009 hlutum í þessum mánuði á Spáni og í Portúgal. Fylgst verður með frumsýningum keppnisliða á Stöð 2 Sport á næsta ári, en keppnistímabillið hefst í mars. Þá verða fréttir af frumsýningum á visir.is og ítarefni á kappakstur.is. Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
McLaren liðið mun frumsýna 2009 keppnisbíl sinn í janúar á næsta ári í höfuðstöðvum liðsins í Woking I Surrey í Bretlandi. Bílar næsta árs verða mikið breyttir frá þessu keppnistímabili og segja má að efnaminni liðin eigi meiri möguleika en síðustu ár. Búið er að einfalda yfirbyggingar bílanna með nýjum reglum. Þá verða þeir á raufalausum dekkjum og með ýmsan búnað sem öll lið verða að nota. Þetta er gert til að minnka kostnað. McLaren frumsýnir fyrir framan fjölda gesta og fréttamanna, en Toyota hefur ákveðið að senda myndir af bílum sínum í tölvupósti til að spara. Í fyrra gerði Ferrari slíkt hið sama, bannaði myndatökur á frumsýningu liðsins, en það var vegna njósnamálsins umtalaða. McLaren mun prófa 2008 bíl með 2009 hlutum í þessum mánuði á Spáni og í Portúgal. Fylgst verður með frumsýningum keppnisliða á Stöð 2 Sport á næsta ári, en keppnistímabillið hefst í mars. Þá verða fréttir af frumsýningum á visir.is og ítarefni á kappakstur.is.
Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira