Feðgar gætu mæst í Kaplakrika á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2008 16:15 Feðgarnir Örn Ingi og Bjarki Sigurðsson. Sá möguleiki er fyrir hendi að feðgar muni mætast á handboltavellinum í Kaplakrika á morgun þegar að FH tekur á móti Víkingi í N1-deild karla. „Gamla" landsliðskempan Bjarki Sigurðsson hefur verið að spila af og til með Víkingum í haust en sonur hans, Örn Ingi, leikur með FH. Báðir léku þeir með Aftureldingu á síðasta keppnistímabili og eru því ekki óvanir því að spila saman sem samherjar. Þeir hafa þó aldrei mæst sem andstæðingar. Örn Ingi gat ekki neitað því að hann ætlaði sér að pakka þeim gamla saman inn á vellinum ef Bjarki mun koma við sögu í leiknum. „Ég sé nú ekki fram á að hann ætli sér að gera merkilega hluti í þessum leik," sagði hann og hló. „Vonandi fæ ég að spila vörn á móti honum, það gæti verið gaman." Bjarki sagðist nú reyndar efast um að hann kæmi við sögu í leiknum. „Ég ætla nú lítið að segja um þetta. Ég hef lítið spilað að undanförnu og býst ekki við öðru en að vera á pöllunum á morgun." „En auðvitað kitlar það að taka þátt í leiknum. En þarna væri ég að spila á móti drengjum sem eru allt að 20 árum yngri og nokkuð ljóst að ég er ekki að fara að pakka neinum saman," sagði hann í léttum dúr. Bjarki er nú að þjálfa 2. flokk Víkings sem er hans uppeldisfélag. Hann vonast því eftir sigri Víkinga á morgun. „Víkingur þarf á stigunum að halda og ég vil að liðið haldi sæti sínu í deildinni. En auðvitað styð ég strákinn heilshugar. Ég vona bara að tap FH verði öllum öðrum en honum að kenna." Olís-deild karla Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Sá möguleiki er fyrir hendi að feðgar muni mætast á handboltavellinum í Kaplakrika á morgun þegar að FH tekur á móti Víkingi í N1-deild karla. „Gamla" landsliðskempan Bjarki Sigurðsson hefur verið að spila af og til með Víkingum í haust en sonur hans, Örn Ingi, leikur með FH. Báðir léku þeir með Aftureldingu á síðasta keppnistímabili og eru því ekki óvanir því að spila saman sem samherjar. Þeir hafa þó aldrei mæst sem andstæðingar. Örn Ingi gat ekki neitað því að hann ætlaði sér að pakka þeim gamla saman inn á vellinum ef Bjarki mun koma við sögu í leiknum. „Ég sé nú ekki fram á að hann ætli sér að gera merkilega hluti í þessum leik," sagði hann og hló. „Vonandi fæ ég að spila vörn á móti honum, það gæti verið gaman." Bjarki sagðist nú reyndar efast um að hann kæmi við sögu í leiknum. „Ég ætla nú lítið að segja um þetta. Ég hef lítið spilað að undanförnu og býst ekki við öðru en að vera á pöllunum á morgun." „En auðvitað kitlar það að taka þátt í leiknum. En þarna væri ég að spila á móti drengjum sem eru allt að 20 árum yngri og nokkuð ljóst að ég er ekki að fara að pakka neinum saman," sagði hann í léttum dúr. Bjarki er nú að þjálfa 2. flokk Víkings sem er hans uppeldisfélag. Hann vonast því eftir sigri Víkinga á morgun. „Víkingur þarf á stigunum að halda og ég vil að liðið haldi sæti sínu í deildinni. En auðvitað styð ég strákinn heilshugar. Ég vona bara að tap FH verði öllum öðrum en honum að kenna."
Olís-deild karla Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira