Hlynur Bæringsson og Pálína Gunnlaugsdóttir voru valin bestu leikmenn Iceland Express deilda karla og kvenna á lokahófi KKÍ í gærkvöldi.
Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Hauka, var valinn besti ungi leikmaður Iceland Express deildar kvenna og Sigurður G. Þorsteinsson, Keflavík, í karlaflokki.
Sigmundur Már Herbertsson var kosinn besti dómarinn, fjórða árið í röð.
Fréttablaðið fékk fjölmiðlaverðlaunin og vefsíðan karfan.is fékk heiðursverðlaun fyrir umfjöllun sína um körfubolta í vetur.
Viðurkenningar í Iceland Express deild karla:
Úrvalslið:
Brenton Birmingham, Njarðvík
Sveinbjörn Claessen, ÍR
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík
Hreggviður Magnússon, ÍR
Hlynur Bæringsson, Snæfelli
Besti varnarmaðurinn: Hlynur Bæringsson, Snæfelli
Besti erlendi leikmaðurinn: Darrell Flake, Skallagrími
Besti þjálfarinn: Sigurður Ingimundarson, Keflavík
Prúðasti leikmaðurinn: Axel Kárason, Skallagrími.
Viðurkenningar í Iceland Express deild kvenna:
Úrvalslið:
Hildur Sigurðardóttir, KR
Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík
Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum
Sigrún Ámundadóttir, KR
Signý Hermannsdóttir, Val
Besti varnarmaðurinn: Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík.
Besti erlendi leikmaðurinn: TaKesha Watson, Keflavík.
Besti þjálfarinn: Jón Halldór Eðvarðsson, Keflavík.
Prúðasti leikmaðurinn: Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík.
Úrvalslið 1. deildar karla:
Rúnar Ingi Erlendsson, Breiðabliki
Kristján Rúnar Sigurðsson, Breiðabliki
Árni Ragnarsson, FSu
Steinar Kaldal, Ármanni
Sævar Sigurmundsson, FSu
Besti þjálfarinn: Einar Árni Jóhannsson, Breiðabliki.
Hlynur og Pálína best
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn




Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn


Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
