Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 14,54 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Bréfin hafa rokið upp um tæp 46 prósent frá því á föstudag í síðustu viku.
Á eftir álfélaginu fylgir Bakkavör en gengi bréfa í fyrirtækinu hækkaði um 5,24 prósent í dag.
Á móti lækkaði gengi Össurar um 0,94 prósent en Marel Food Systems og Færeyjabanka um 0,38 prósent.
Úrvalsvísitalan stendur óbreytt frá í gær í 637 stigum.