Ást við fyrstu sýn Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 23. apríl 2008 06:00 Þrátt fyrir allskyns uppsteyt í garð dæmigerðrar kynjaskiptingar hef ég með sóma haldið uppi merkjum kvenlegs yndisþokka með því að vera átakanlega seinfær þegar kemur að vélbúnaði. Er allsendis ófær um að stilla rásir á sjónvarpinu, vírushreinsa tölvuna og man aldrei af hvaða tegund bíllinn minn er. Ólíkt því sem gildir um áhuga á fólki er allt sem ég vil vita um vélar sjáanlegt á yfirborðinu. Kveikja. Nota. Slökkva. En lengi má konuna reyna. Einn dæmalaust góðan veðurdag gekk ég út úr húsinu mínu allsendis grunlaus því óvænta ástarævintýri sem beið úti á stétt. Þarna stóð hún þrýstin, spengileg og glansandi fögur. Blá eins og miðnæturhiminn að vori. Hvorug þurfti að tala, þetta var ást við fyrstu sýn. Ég var hennar og hún var mín. Enn um sinn er okkur þó meinað að njótast. Til að vinna mér rétt til að frelsa ítölsku vespuna mína úr álögum þarf ég fyrst að klífa fjallið og sigra drekann, semsagt að taka stóra mótorhjólaprófið. Sem eindregin talskona ferðalags út úr þægindahringnum hafði mér þó aldrei áður dottið í hug að sitja heila helgi fyrirlestur um vélbúnað ökutækja, umferðarhegðun og þá einstöku tilfinningu þegar malbik skrapast í gegnum gallabuxur. Og það gekk bara glettilega vel að skilja orð eins og chopper, enduró, dunlóp, krossari, hippi og hæsæder. Líka páerslæda, krassa, krúsa og reisa. En þótt ég hafi eitt sinn í Kína snarlega heyrt muninn á mandarín og kantónsku er líklegasta niðurstaðan af námskeiðinu þessi: skilningur á vélbúnaði er annars eðlis og hlýtur að vera bundin í gen. Annaðhvort hefurðu hann eða - í mínu tilfelli - ekki. Eftir að hafa langalengi reynt með félagsfærni og djúpu innsæi að skynja hvað töffarinn í hlutverki ökukennara var að tala um, glitti þó í dálítinn vott af samhengi. Trúlega var hann að meina að fyrir veturinn væri best að fylla bensíntankinn. En bíddu nú við! Mínútu síðar segir hann að mikilvægt sé að tæma tankinn fyrir veturinn. Tæma? Sagðirðu ekki fylla? Thetta er mjooog skrytid, mig ekki skilja. Töffarinn leit á opinmynntan sauðinn með þolinmæði manns sem hefur séð allt: „Ég var að tala um karbóratorinn" sagði hann. Ó. (Muna að spyrja einhvern hvað karbórator er.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun
Þrátt fyrir allskyns uppsteyt í garð dæmigerðrar kynjaskiptingar hef ég með sóma haldið uppi merkjum kvenlegs yndisþokka með því að vera átakanlega seinfær þegar kemur að vélbúnaði. Er allsendis ófær um að stilla rásir á sjónvarpinu, vírushreinsa tölvuna og man aldrei af hvaða tegund bíllinn minn er. Ólíkt því sem gildir um áhuga á fólki er allt sem ég vil vita um vélar sjáanlegt á yfirborðinu. Kveikja. Nota. Slökkva. En lengi má konuna reyna. Einn dæmalaust góðan veðurdag gekk ég út úr húsinu mínu allsendis grunlaus því óvænta ástarævintýri sem beið úti á stétt. Þarna stóð hún þrýstin, spengileg og glansandi fögur. Blá eins og miðnæturhiminn að vori. Hvorug þurfti að tala, þetta var ást við fyrstu sýn. Ég var hennar og hún var mín. Enn um sinn er okkur þó meinað að njótast. Til að vinna mér rétt til að frelsa ítölsku vespuna mína úr álögum þarf ég fyrst að klífa fjallið og sigra drekann, semsagt að taka stóra mótorhjólaprófið. Sem eindregin talskona ferðalags út úr þægindahringnum hafði mér þó aldrei áður dottið í hug að sitja heila helgi fyrirlestur um vélbúnað ökutækja, umferðarhegðun og þá einstöku tilfinningu þegar malbik skrapast í gegnum gallabuxur. Og það gekk bara glettilega vel að skilja orð eins og chopper, enduró, dunlóp, krossari, hippi og hæsæder. Líka páerslæda, krassa, krúsa og reisa. En þótt ég hafi eitt sinn í Kína snarlega heyrt muninn á mandarín og kantónsku er líklegasta niðurstaðan af námskeiðinu þessi: skilningur á vélbúnaði er annars eðlis og hlýtur að vera bundin í gen. Annaðhvort hefurðu hann eða - í mínu tilfelli - ekki. Eftir að hafa langalengi reynt með félagsfærni og djúpu innsæi að skynja hvað töffarinn í hlutverki ökukennara var að tala um, glitti þó í dálítinn vott af samhengi. Trúlega var hann að meina að fyrir veturinn væri best að fylla bensíntankinn. En bíddu nú við! Mínútu síðar segir hann að mikilvægt sé að tæma tankinn fyrir veturinn. Tæma? Sagðirðu ekki fylla? Thetta er mjooog skrytid, mig ekki skilja. Töffarinn leit á opinmynntan sauðinn með þolinmæði manns sem hefur séð allt: „Ég var að tala um karbóratorinn" sagði hann. Ó. (Muna að spyrja einhvern hvað karbórator er.)