Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 25 prósent í Kauphöllinni í dag. Ein viðskipti upp á 50 þúsund krónur standa á bak við viðskiptin. Gengi bréfa í félaginu er nú fimm krónur á hlut.
Að öðru leyti einkennir lækkun þróunina í Kauphöllinni í dag.
Gengi bréfa í Straumi hefur fallið um 3,77 prósent, í Bakkavör um 2,6 prósent og Færeyjabanka um 0,81 prósent.
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,88 prósent og stendur hún í 366 stigum.