Minning um Þorgeir 6. nóvember 2008 07:30 Þorgeir Rúnar Kjartansson (1955-1998) skáld, saxófónleikari og myndlistarmaður. Í kvöld verður samkoma í Iðnó til minningar um Þorgeir Rúnar Kjartansson (1955-1998) skáld, saxófónleikara og myndlistarmann. Tilefni er útgáfa Óðs eilífðar, heildarsafns ljóða Þorgeirs auk listaverka eftir höfundinn og níu aðra myndlistarmenn. Á samkomunni verða ljóð Þorgeirs flutt með leikrænum lestri, söng og tónlist og fjölmargir listamenn koma fram: þeirra á meðal Ófeigur Sigurðsson, Guðmundur Andri Thorsson, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Rúna K. Tetzschner, Rúnar Guðbrandsson og Kór byltingarinnar. Dagskráin verður afar fjölbreytt og nær hámarki með flutningi Veðraspárinnar, heimsósómakvæðis eftir Þorgeir, og tónverks eftir Hópreið lemúranna. Hljómsveitin sem skipuð er nokkrum félögum úr Júpiters flytur þetta kraftmikla sérkennilega verk ásamt Kór byltingarinnar og Rúnari Guðbrandssyni leikara sem fer með hlutverk Veðraspámannsins. Innan Hópreiðar lemúranna starfa margar minni hljómsveitir sem taka fyrir mismunandi kafla hinnar mögnuðu heimsádeilu Þorgeirs. Í Veðraspánni segir: allt finnst oss betra en bleyðunnar kelda/örvænting skárri en skapleysið slétta og fellda/ já örvænting skárri en yfirborðsleikur í logni/samkvæmt fyrirmælum frá æðstaráði smásálna,/tíðarandagift frekra meðalmenna, riddara uppvöðslunnar, tilfinningadoðans, útrásar- og ástarsnobbs, gjamms og gulra hugsana … Tónlistarstjóri kvöldsins er Hörður Bragason og dagskrárstjóri er Rúna K. Tetzschner. Bók og tónleikar - er samstarfsverkefni fjölda listamanna og vina Þorgeirs Rúnars Kjartanssonar, myndað kringum útgáfu á verkum hans. Óður eilífðar felur í sér ljóðlist, myndlist og tónlist og nær hámarki í tónleikunum í Iðnó við útkomu bókarinnar. Þorgeir, oft nefndur Goggi meðal vina, var sagnfræðingur og kennari og fjölhæfur listamaður sem meðal annars lék á saxófón og stofnaði hljómsveitina Júpiters. Hann orti einnig, teiknaði og málaði og hefur ljóðum hans og myndum verið safnað saman í bókinni Óði eilífðar. Megnið af efninu hefur ekki komið út áður. Í ljóðagerð sinni sækir Þorgeir jafnt í hið gamla sem hið nýja af listfengi og hugkvæmni. Ljóð hans spanna sárbeittustu ádeilu, dýpstu trúarinnlifun, óvægnasta níð, innilegustu ástartjáningu, - og allt þar á milli. Þau sýna mikla breidd ljóðskáldsins og eiga brýnt erindi til samtímans. Ljóð Þorgeirs berast íslensku þjóðinni á ögurstundu. Þau hafa sjaldan eða aldrei átt betur við en einmitt á þeim viðsjárverðu tímum sem nú ganga í garð. Ljóðunum er fylgt úr hlaði með inngangi eftir Guðmund Andra Thorsson og Rúnu K. Tetzchner sem jafnframt er ritstjóri bókarinnar. pbb@frettabladid.is Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Í kvöld verður samkoma í Iðnó til minningar um Þorgeir Rúnar Kjartansson (1955-1998) skáld, saxófónleikara og myndlistarmann. Tilefni er útgáfa Óðs eilífðar, heildarsafns ljóða Þorgeirs auk listaverka eftir höfundinn og níu aðra myndlistarmenn. Á samkomunni verða ljóð Þorgeirs flutt með leikrænum lestri, söng og tónlist og fjölmargir listamenn koma fram: þeirra á meðal Ófeigur Sigurðsson, Guðmundur Andri Thorsson, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Rúna K. Tetzschner, Rúnar Guðbrandsson og Kór byltingarinnar. Dagskráin verður afar fjölbreytt og nær hámarki með flutningi Veðraspárinnar, heimsósómakvæðis eftir Þorgeir, og tónverks eftir Hópreið lemúranna. Hljómsveitin sem skipuð er nokkrum félögum úr Júpiters flytur þetta kraftmikla sérkennilega verk ásamt Kór byltingarinnar og Rúnari Guðbrandssyni leikara sem fer með hlutverk Veðraspámannsins. Innan Hópreiðar lemúranna starfa margar minni hljómsveitir sem taka fyrir mismunandi kafla hinnar mögnuðu heimsádeilu Þorgeirs. Í Veðraspánni segir: allt finnst oss betra en bleyðunnar kelda/örvænting skárri en skapleysið slétta og fellda/ já örvænting skárri en yfirborðsleikur í logni/samkvæmt fyrirmælum frá æðstaráði smásálna,/tíðarandagift frekra meðalmenna, riddara uppvöðslunnar, tilfinningadoðans, útrásar- og ástarsnobbs, gjamms og gulra hugsana … Tónlistarstjóri kvöldsins er Hörður Bragason og dagskrárstjóri er Rúna K. Tetzschner. Bók og tónleikar - er samstarfsverkefni fjölda listamanna og vina Þorgeirs Rúnars Kjartanssonar, myndað kringum útgáfu á verkum hans. Óður eilífðar felur í sér ljóðlist, myndlist og tónlist og nær hámarki í tónleikunum í Iðnó við útkomu bókarinnar. Þorgeir, oft nefndur Goggi meðal vina, var sagnfræðingur og kennari og fjölhæfur listamaður sem meðal annars lék á saxófón og stofnaði hljómsveitina Júpiters. Hann orti einnig, teiknaði og málaði og hefur ljóðum hans og myndum verið safnað saman í bókinni Óði eilífðar. Megnið af efninu hefur ekki komið út áður. Í ljóðagerð sinni sækir Þorgeir jafnt í hið gamla sem hið nýja af listfengi og hugkvæmni. Ljóð hans spanna sárbeittustu ádeilu, dýpstu trúarinnlifun, óvægnasta níð, innilegustu ástartjáningu, - og allt þar á milli. Þau sýna mikla breidd ljóðskáldsins og eiga brýnt erindi til samtímans. Ljóð Þorgeirs berast íslensku þjóðinni á ögurstundu. Þau hafa sjaldan eða aldrei átt betur við en einmitt á þeim viðsjárverðu tímum sem nú ganga í garð. Ljóðunum er fylgt úr hlaði með inngangi eftir Guðmund Andra Thorsson og Rúnu K. Tetzchner sem jafnframt er ritstjóri bókarinnar. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“