Hamilton: Mætti með rétta hugarfarið 18. október 2008 08:20 Fremstu menn á ráslínu. Kimi Raikkönen, Lewus Hamilton og Felipe Massa. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton og Felipe Massa munu berjast af mikilli hörku í kappakstrinum í Kína í nótt. Þeir stefna báðir á sigur þó Hamilton hafi gengið betur í tímatökunni í morgun. "Þrátt fyrir slakt gengi í síðustu keppni náðum við að stilla strengi okkar fyrir tímatökuna. Ég náði nánast fullkomnum hring í lok tímatökunnar ogt við erum búnir að vera fljótir alla helgina", sagði Hamilton. Hann sagðist ekkert finna fyrir neikvæðni annarra ökumanna eða fjölmiðla í sinn garð að undanförnu. "Ég hef ekki fundið fyrir neinu og mætti bara með rétta hugarfarið. Ég á stuðningsmenn um allan heim og góða fjölskyldu sem stendur þétt við bakið á mér ásamt McLaren. Við sýndum það í brautinni hvernig við tökum á málum. Vonandi getum við gert eins vel í keppninni", sagði Hamilton. Massa er helsti keppinautur Hamilton um titilinn, þó Robert Kubica eigi líka möguleika, en hann er þó aðeins ellefti á ráslínu. "McLaren menn virðast vera með auðveldari bíl, allavega í tímatökunni. En það hefur sýnt sig að Ferrari bíllinn skilar sínu í kappakstri, kannski betur en í tímatökum", sagði Massa. "Við höfum ekki náð að auka hraðann síðan á æfingum á föstudaginn. Við verðum bara að berjast af hörku til að vinna upp forskot McLaren í mótinu. Okku gekk heldur ekki vel á Fuji brautinni í tímatökum, en keppnin núna er óráðinn gáta. Við munum berjast af kappi", sagði Massa. Kappaksturinn í Sjanghæ verður í beinni útsendingu kl. 05.30 á aðfaranótt sunnudags í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton og Felipe Massa munu berjast af mikilli hörku í kappakstrinum í Kína í nótt. Þeir stefna báðir á sigur þó Hamilton hafi gengið betur í tímatökunni í morgun. "Þrátt fyrir slakt gengi í síðustu keppni náðum við að stilla strengi okkar fyrir tímatökuna. Ég náði nánast fullkomnum hring í lok tímatökunnar ogt við erum búnir að vera fljótir alla helgina", sagði Hamilton. Hann sagðist ekkert finna fyrir neikvæðni annarra ökumanna eða fjölmiðla í sinn garð að undanförnu. "Ég hef ekki fundið fyrir neinu og mætti bara með rétta hugarfarið. Ég á stuðningsmenn um allan heim og góða fjölskyldu sem stendur þétt við bakið á mér ásamt McLaren. Við sýndum það í brautinni hvernig við tökum á málum. Vonandi getum við gert eins vel í keppninni", sagði Hamilton. Massa er helsti keppinautur Hamilton um titilinn, þó Robert Kubica eigi líka möguleika, en hann er þó aðeins ellefti á ráslínu. "McLaren menn virðast vera með auðveldari bíl, allavega í tímatökunni. En það hefur sýnt sig að Ferrari bíllinn skilar sínu í kappakstri, kannski betur en í tímatökum", sagði Massa. "Við höfum ekki náð að auka hraðann síðan á æfingum á föstudaginn. Við verðum bara að berjast af hörku til að vinna upp forskot McLaren í mótinu. Okku gekk heldur ekki vel á Fuji brautinni í tímatökum, en keppnin núna er óráðinn gáta. Við munum berjast af kappi", sagði Massa. Kappaksturinn í Sjanghæ verður í beinni útsendingu kl. 05.30 á aðfaranótt sunnudags í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu
Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira