Undrast ekki dræma aðsókn 20. október 2008 05:30 Amazing Truth About Queen Raquela fjallar um stelpustráka frá Filippseyjum. Þrátt fyrir góða dóma hafa aðeins um fimm hundruð manns séð kvikmyndina The Amazing Truth About Queen Raquela síðan hún var frumsýnd um síðustu helgi. Á sama tíma hafa Íslendingar flykkst í þúsundatali á Reykjavík Rotterdam, The House Bunny og bandaríska spennutryllinn Righteous Kill. Leikstjórinn Ólafur Jóhannesson segir aðsóknina alls ekki hafa komið sér á óvart. „Það var vitað mál að þetta yrði eins og með Afríka Utd. Það er þröngur hópur sem þetta fjallar um og svo er þetta ekki það sem kallast iðnaðarmynd. Þetta er bara sætt, lítið kríli," segir Ólafur. Afríka Utd. var heimildarmynd í leikstjórn Ólafs og sáu hana um þúsund manns. Queen Raquela, sem fjallar um stelpustráka frá Filippseyjum, er aftur á móti öðruvísi mynd. „Hún er í rauninni blanda af öllu, heimildarmynd, leiknu og öðru. Hún er ákveðinn bastarður, svona transsexual mynd," segir hann. Ólafur kippir sér lítið upp við áhorfstölurnar hér heima. „Það er eins og það er. Fólk er kannski hrætt um að vera stimplað, ég veit það ekki. Þannig er þetta bara með flestar neðanmáls „artí" myndir. Þetta skiptir svo sem ekki miklu máli því myndin er búin að seljast mjög vel erlendis." Á næstunni verður myndin sýnd í Serbíu, Grikklandi og Póllandi, auk þess sem fleiri lönd bætast við á næstu mánuðum. Ólafur lætur því engan bilbug á sér finna þrátt fyrir þessa dræmu aðsókn í heimalandinu. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Þrátt fyrir góða dóma hafa aðeins um fimm hundruð manns séð kvikmyndina The Amazing Truth About Queen Raquela síðan hún var frumsýnd um síðustu helgi. Á sama tíma hafa Íslendingar flykkst í þúsundatali á Reykjavík Rotterdam, The House Bunny og bandaríska spennutryllinn Righteous Kill. Leikstjórinn Ólafur Jóhannesson segir aðsóknina alls ekki hafa komið sér á óvart. „Það var vitað mál að þetta yrði eins og með Afríka Utd. Það er þröngur hópur sem þetta fjallar um og svo er þetta ekki það sem kallast iðnaðarmynd. Þetta er bara sætt, lítið kríli," segir Ólafur. Afríka Utd. var heimildarmynd í leikstjórn Ólafs og sáu hana um þúsund manns. Queen Raquela, sem fjallar um stelpustráka frá Filippseyjum, er aftur á móti öðruvísi mynd. „Hún er í rauninni blanda af öllu, heimildarmynd, leiknu og öðru. Hún er ákveðinn bastarður, svona transsexual mynd," segir hann. Ólafur kippir sér lítið upp við áhorfstölurnar hér heima. „Það er eins og það er. Fólk er kannski hrætt um að vera stimplað, ég veit það ekki. Þannig er þetta bara með flestar neðanmáls „artí" myndir. Þetta skiptir svo sem ekki miklu máli því myndin er búin að seljast mjög vel erlendis." Á næstunni verður myndin sýnd í Serbíu, Grikklandi og Póllandi, auk þess sem fleiri lönd bætast við á næstu mánuðum. Ólafur lætur því engan bilbug á sér finna þrátt fyrir þessa dræmu aðsókn í heimalandinu.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira