Sönnun fundin um neðansjávargos? 1. nóvember 2008 19:02 Ný botnmynd, fengin með fjölgeislamælingum, sýnir hugsanleg ummerki neðansjávareldgoss undan Landeyjum fyrir 35 árum. Myndin sýnir upphækkun á hafsbotninum sem kom ekki fram við sjómælingar á árunum 1951 til 1961.Sú kenning er uppi að eldgos í Vestmannaeyjaklasanum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hafi ekki bara verið í Surtsey og á Heimaey heldur hafi einnig orðið neðansjávargos um fimm kílómetra undan ströndinni við Landeyjar vorið 1973. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur birti fyrstur grein um þetta opinberlega og virtist sjálfur ekki í vafa um að þarna hafi orðið lítið gos. Upplýsingarnar hafði hann eftir skipstjóra, sem teiknaði þessa mynd af fyrirbærinu eins og það leit út á dýptarmæli en hann sá dökkan, ólgandi sjó og dauða fiska á svæðinu. Svo vill til að sjómælingar Landhelgisgæslunnar hafa síðustu tvö sumur myndað hafsbotninn á umræddu svæði afar nákvæmlega með fjölgeislamæli. Eftir að Stöð 2 birti frétt fyrr í vikunni um hugsanlegt neðansjávargos hafa starfsmenn sjómælinga borið nýju myndina saman við eldri sjókort, - og viti menn,- fundið eina viðbót.Árni Vésteinsson, deildarstjóri hjá sjómælingum, fer varlega í að álykta um hvort nabbur sem nú kemur fram sé nýtilkominn eða hvort hann hafi einfaldlega ekki sést í eldri mælingum. Nabburinn er á um fjörutíu metra dýpi, er um hundrað metrar í þvermál og tíu metra hár. Kjartan Thors jarðfræðingur, sem leitaði ummmerkja um þetta leynigos fyrir 30 árum, segir næsta skref að taka sýni af þessu fyrirbæri og sannreyna aldur þess. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ný botnmynd, fengin með fjölgeislamælingum, sýnir hugsanleg ummerki neðansjávareldgoss undan Landeyjum fyrir 35 árum. Myndin sýnir upphækkun á hafsbotninum sem kom ekki fram við sjómælingar á árunum 1951 til 1961.Sú kenning er uppi að eldgos í Vestmannaeyjaklasanum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hafi ekki bara verið í Surtsey og á Heimaey heldur hafi einnig orðið neðansjávargos um fimm kílómetra undan ströndinni við Landeyjar vorið 1973. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur birti fyrstur grein um þetta opinberlega og virtist sjálfur ekki í vafa um að þarna hafi orðið lítið gos. Upplýsingarnar hafði hann eftir skipstjóra, sem teiknaði þessa mynd af fyrirbærinu eins og það leit út á dýptarmæli en hann sá dökkan, ólgandi sjó og dauða fiska á svæðinu. Svo vill til að sjómælingar Landhelgisgæslunnar hafa síðustu tvö sumur myndað hafsbotninn á umræddu svæði afar nákvæmlega með fjölgeislamæli. Eftir að Stöð 2 birti frétt fyrr í vikunni um hugsanlegt neðansjávargos hafa starfsmenn sjómælinga borið nýju myndina saman við eldri sjókort, - og viti menn,- fundið eina viðbót.Árni Vésteinsson, deildarstjóri hjá sjómælingum, fer varlega í að álykta um hvort nabbur sem nú kemur fram sé nýtilkominn eða hvort hann hafi einfaldlega ekki sést í eldri mælingum. Nabburinn er á um fjörutíu metra dýpi, er um hundrað metrar í þvermál og tíu metra hár. Kjartan Thors jarðfræðingur, sem leitaði ummmerkja um þetta leynigos fyrir 30 árum, segir næsta skref að taka sýni af þessu fyrirbæri og sannreyna aldur þess.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira