Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hækkaði um 2,81 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hækkaði um 0,55 prósent á sama tíma, í Icelandair um 0,51 prósent og í Marel um 0,35 prósent.
Á sama tíma féll gengi bréfa í hinum færeyska Eik banka um níu prósent, Atorku um fimm prósent og Existu um 3,73 prósent. Gengi bréfa í félaginu hefur hækkað um 26 prósent síðan það fór í lægsta gildi í enda júlí.
Þá lækkaði gengi bréfa í Bakkavör um 1,46 prósent og Spron um 1,39 prósent.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,69 prósent og stendur hún í 4.228 stigum.