Tampa Bay Rays jafnaði í nótt metin í úrslitarimmu bandarísku hafnarboltadeildarinnar eftir 4-2 sigur á Philadelphia Phillies. Staðan í rimmunni er nú 1-1.
Tampa Bay komst í 3-0 strax eftir fyrstu tvær loturnar á meðan að Phillies komst ekki á blað í fyrr en í þeirri áttundu.
Næstu þrír leikirnir fara fram á heimavelli Phillies sem geta tryggt sér titilinn með sigri í þeim öllum.