Síðasta mót David Coulthard um næstu helgi 29. október 2008 10:38 David Coulthard dregur sig í hlé í Formúlu 1 sem ökumaður, en mun starfa sem ráðgjafi Red Bull og liðsinnis BBC í sjónvarpsútsendingum að hluta til. mynd: kappakstur.is Skotinn David Coulthard ekur í síðasta Formúlu 1 móti sínu í Brasilíu um næstu helgi. Hann lýkur ferlinum með Red Bull, en hefur ekið með Williams og McLaren. Coulthard á 13 gullverðlaun upp í hillu hjá sér og ók í níu ár með McLaren liðinu, m.a. með Mika Hakkinen. Coulthard fékk sitt fyrsta tækifæri í Formúlu 1 við hliðina á Damon Hill, eftir sviplegt dauðsfall Ayrton Senna á Imola brautinni á Ítaliu árið 1994. "Ég hlakka til mótsins í Brasilíu. Ég vann í Brasilíu árið 2000 og hef nokkrum sinnum komist á verðlaunapall og hugsa mér því gott til glóðarinnar. Ég er búinn að biðja andstæðinga mína að fara varlega í fyrstu beygju, svo ég getið lokið ferlinum í góðu sæti. En ég er viss um að þegar bílarnir verða ræstir af stað, þá muni kappið ráða hjálpsemi ofurliði", segir Coulthard um síðasta mót sitt í Formúlu 1. Coulthard mun ekki hverfa á brott frá Formúlu 1. Hann verður áfram hjá Red Bull sem ráðgjafi og mun einnig koma að málum hjá BBC sjónvarpsstöðinni á næsta ári, sem tekur við af ITV. Fjallað verður um Coulthard í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn ásamt umfjöllun um titilslag Lewis Hamilton og Felipe Massa. Mest lesið Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Skotinn David Coulthard ekur í síðasta Formúlu 1 móti sínu í Brasilíu um næstu helgi. Hann lýkur ferlinum með Red Bull, en hefur ekið með Williams og McLaren. Coulthard á 13 gullverðlaun upp í hillu hjá sér og ók í níu ár með McLaren liðinu, m.a. með Mika Hakkinen. Coulthard fékk sitt fyrsta tækifæri í Formúlu 1 við hliðina á Damon Hill, eftir sviplegt dauðsfall Ayrton Senna á Imola brautinni á Ítaliu árið 1994. "Ég hlakka til mótsins í Brasilíu. Ég vann í Brasilíu árið 2000 og hef nokkrum sinnum komist á verðlaunapall og hugsa mér því gott til glóðarinnar. Ég er búinn að biðja andstæðinga mína að fara varlega í fyrstu beygju, svo ég getið lokið ferlinum í góðu sæti. En ég er viss um að þegar bílarnir verða ræstir af stað, þá muni kappið ráða hjálpsemi ofurliði", segir Coulthard um síðasta mót sitt í Formúlu 1. Coulthard mun ekki hverfa á brott frá Formúlu 1. Hann verður áfram hjá Red Bull sem ráðgjafi og mun einnig koma að málum hjá BBC sjónvarpsstöðinni á næsta ári, sem tekur við af ITV. Fjallað verður um Coulthard í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn ásamt umfjöllun um titilslag Lewis Hamilton og Felipe Massa.
Mest lesið Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira